SA kærir aðgerðir Eflingar

Frá kröfugöngu hótelstarfsmanna Eflingar sem eru í verkfalli. Á skiltinu …
Frá kröfugöngu hótelstarfsmanna Eflingar sem eru í verkfalli. Á skiltinu heldur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/​Hari

Samtök atvinnulífsins munu í dag eða á morgun kæra tilteknar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir Félagsdómi. Umræddar aðgerðir voru samþykktar í atkvæðagreiðslu félagsmanna Eflingar um helgina og í þeim felst meðal annars að þeir leggja ekki niður störf að fullu, heldur sinna eingöngu hluta venjubundinna starfa sinna.

„Þetta gengur gegn skilningi margra á vinnulöggjöfinni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Í tilfelli hópbifreiðastjóra er til dæmis boðað að þeir haldi áfram akstri, en hætti að kanna farmiða farþega. Halldór segir þetta ótækt, þar sem ekki verði skilið á milli aksturs og þess að hleypa farþegum inn í bifreiðina. Hann segir þannig tiltekin verkefni starfsmanna órjúfanlegan hluta starfsins. Einnig er boðað að hópbifreiðastjórar hætti að dæla eldsneyti á bifreiðar. Halldór segir að það geti skapað almannahættu, ef bifreið skyldi stöðvast.

Hann segir að fyrirhugaðar aðgerðir gangi gegn eðli verkfalla. „Með þessu er Efling að marka skörp og illverjandi skil í þróun verkfallsréttar og beitingar hans. Það virðist vera sérstakt keppikefli Eflingar að láta reyna á mörk löglegra verkfalla og eðlilegt því að leita úrskurðar Félagsdóms,“ segir Halldór í umfjöllun um kjaramálin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert