Landsréttur mun ekki kveða upp dóma í þessari viku. Þetta er ákvörðun þeirra fimmtán dómara sem starfa við dómstólinn. Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins.
Þar segir að dómararnir telji að niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun um að íslenska ríki hafi gerst brotlegt við skipan fjögurra dómara í Landsrétt eigi við um alla dómarana við dómstólinn en ekki einungis þá fjóra dómara sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tilnefndi umfram aðra umsækjendur sem hæfisnefnd taldi hæfari. Engin ákvörðun hafi að öðru leyti verið tekin varðandi framhaldið.