Krafa stjórnarandstöðunnar virðist afar skýr. Sigríði Á. Andersen er ekki sætt áfram sem dómsmálaráðherra. Þær Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata, segja ráðherrann ábyrgan fyrir þeirri miklu óvissu sem íslenskt dómskerfi sé komið í og ómögulegt sé að sjá hana halda áfram í embætti.
Í myndskeiðinu er rætt við þingkonurnar um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um málsmeðferð dómsmálaráðherra við skipan dómara í Landsrétt sem féll í morgun þar sem íslenska ríkið var dæmt brotlegt í Landsréttarmálinu.
„Hún fór gegn ráðleggingum löglærðra sérfræðinga úr ráðuneytinu og stjórnkerfinu og hún tekur ákvörðun þvert á þessar ráðleggingar. Þetta er bara alveg rosalegt klúður,“ sagði Helga Vala í samtali við mbl.is á nefndarsviði Alþingis fyrr í dag.