Björgunarsveitir frá Hvolsvelli, Klaustri, Vík og Hellu voru ræstar út klukkan hálfþrjú í nótt eftir að tilkynning barst lögreglu um að bílar hefðu farið niður um vök við Hnausapoll á Fjallabaki.
Þrír menn voru þar á ferð á tveimur bílum á leið að Frostastaðahálsi til að aðstoða félaga sinn sem fest hafði bíl sinn þar. Báðir bílarnir fóru niður um vök sem myndast hafði neðan við Hnausapoll. Mönnunum tókst að komast út úr bílunum af sjálfsdáðum og gengu þeir síðan blautir og hraktir um þriggja km leið í átt að bílnum sem var fastur við Frostastaðaháls, að því er segir í Facebook-færslu lögreglunnar á Suðurlandi, en þeir voru í sambandi við stjórnstöð lögreglu á meðan á göngunni stóð.
Voru þeir komnir í bílinn um klukkan fimm í morgun og segir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir björgunarsveitir svo hafa verið komnar til mannanna upp úr klukkan sex í morgun.
Fréttin hefur verið uppfærð.