Gangi gröftur Dýrafjarðarganga áfram jafn vel og undanfarið og komi ekkert óvænt upp á verður líklega slegið í gegn eftir rúman mánuð. Í síðustu viku voru grafnir 90,9 metrar og þá voru eftir 404,2 metrar í gegnumbrot.
Auk þess á eftir að grafa eitt útskot. Í vikunni þar á undan lengdust göngin um 91,5 metra og þar með var 90% markinu náð. Göngin verða um 5,6 km löng með vegskálum. Áætluð verklok eru í september 2020.
Í Morgunblaðonu í dag segir Baldvin Jónbjarnarson, eftirlitsmaður með verkinu af hálfu Vegagerðarinnar, að miðað við ganginn undanfarið geti gegnumbrotið orðið einhvern tímann á bilinu frá 12. til 20. apríl.