Vegum lokað og foktjón

Björgunarfélag Vestmannaeyja sinnti þremur óveðursútköllum í miklu hvassviðri síðdegis í …
Björgunarfélag Vestmannaeyja sinnti þremur óveðursútköllum í miklu hvassviðri síðdegis í gær. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

„Við fögn­um því að það hef­ur verið lítið um verk­efni vegna óveðurs­ins í kvöld,“ sagði Davíð Már Bjarna­son, upp­lýs­inga­full­trúi Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, á ell­efta tím­an­um í gær­kvöld. Hann benti þó á að ekki væri öll nótt úti enn og spáð miklu hvassviðri í nótt og fram eft­ir degi.

„Fólk virðist taka mark á viðvör­un­um Veður­stofu og viðbragðsaðila. Við hvetj­um fólk til að halda því áfram og fara ekki í ferðalög þegar varað er við vondu veðri,“ seg­ir Davíð í um­fjöll­un um ill­viðrið í Morg­un­blaðinu í dag.

Björg­un­ar­sveit­ir mönnuðu lok­un­ar­pósta vegna lok­un­ar hring­veg­ar­ins milli Hvolsvall­ar og Vík­ur og svo aust­ar milli Lómagnúps og Jök­uls­ár­lóns. Þjóðveg­in­um á milli Hvolsvall­ar og Vík­ur var lokað síðdeg­is og átti ekki að opna hann aft­ur fyrr en í dag. Þá var veg­in­um um Skeiðar­ársand og Öræfa­sveit lokað klukk­an 20.00 og verður hann opnaður í dag. Einnig gegndu björg­un­ar­sveit­ir nokkr­um óveðursút­köll­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert