Von er á meira mislingabóluefni í dag

Bólusetning við mislingum.
Bólusetning við mislingum. mbl.is/​Hari

Von er á 1.000 skömmtum af bóluefni gegn mislingum í dag til viðbótar við þá 3.000 skammta sem notaðir voru um helgina. Um miðja viku gætu bóluefnin komist í dreifingu.

„Auk þess vinnum við að því að útvega meira bóluefni frá Evrópu en það er ekki auðvelt því það er mikil eftirspurn eftir þessu bóluefni og ekki margir aflögufærir,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.

Engin ný mislingatilfelli greindust um helgina. Samtals hafa um 50 sýni verið send í greiningu og eru fimm tilfelli staðfest. Fylgst er náið með þeim tugum manns sem eru heima hjá sér í sóttkví vegna gruns um mislingasmit á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi.

Fólk á að hafa samband við lækni ef það telur sig vera með mislinga og þá eru tekin sýni. Ekki er hægt að taka sýni fyrr en fólk veikist og fær einkenni sem passa við mislinga.

Áfram verður unnið að því að bólusetja óbólusett börn frá 6 til 18 mánaða aldri sem og þá sem hafa aldrei verið bólusettir við mislingum. Börn á þessum aldri þurfa að fá tvær bólusetningar til viðbótar, við 18 mánaða aldur og 12 ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert