Nærri 100 bændur óskuðu eftir að bæta við sig mjólkurkvóta, samtals um 9,5 milljónum lítra, á innlausnardegi fyrir greiðslumark í mjólk í byrjun þessa mánaðar.
Hins vegar voru aðeins 60 þúsund lítrar í boði þar sem tveir framleiðendur óskuðu eftir að selja. Komu aðeins um 300 lítrar í hlut þeirra sem ekki teljast til forgangshópa.
Helmingur þess lítrafjölda sem Matvælastofnun innleysti fyrir hönd ríkisins var seldur nýliðum og þeim sem framleitt höfðu meira en 10% umfram kvóta á viðmiðunartímanum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.