Guðlaugssundið í Eyjum í 35. sinn

Guðlaugssundinu er ætlað að minna á öryggismál sjómanna.
Guðlaugssundinu er ætlað að minna á öryggismál sjómanna. mbl.is/Óskar Pétur

Hið árlega Guðlaugssund, sem er 6 km, var synt í 35. sinn í Sundlaug Vestmannaeyja.

Sundið er synt til þess að minna á öryggismál sjómanna og til þess að minnast þrekvirkis Guðlaugs Friðþórssonar sem synti 5,7 km leið til lands eftir að Hellisey VE 503 sökk austan við Heimaey. Guðlaugur komst einn af og horfði á eftir fjórum skipsfélögum sínum í hafið.

Upphafsmaður sundsins var Friðrik Ásmundsson og syntu nemendur Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum sundið fyrstu árin. Alan Friðrik Allison, sem heldur utan um sundið í dag, segir að sjö manns hafi synt á mánudaginn 11. mars og átta manns í gær.

„Þrír einstaklingar syntu heilt sund, 6 km, sem eru 240 ferðir yfir laugina. Aðrir skiptu á milli sín einni ferð,“ segir Alan og bendir á að elsti þátttakandinn í Guðlaugssundinu í ár hafi verið Bjarni Jónasson sem er rúmlega áttræður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert