Skipulagsstofnun telur að framkvæmdir við endurheimt Hítarár í sinn eldri farveg með því að grafa hana í gegnum Skriðuna sem féll í vor sé tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar, samkvæmt lögum um umhverfismat.
Fram kom á fundi umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar fyrir skömmu að óski Veiðifélag Hítarár eftir að ráðast í þessa framkvæmd þurfi það að útbúa greinargerð um hana.
Í Morgunblaðinu í dag segir, að skipulagsstofnun mun leita umsagnar ýmissa stofnana áður en hún tekur ákvörðun um matsskyldu.