„Hrikalega er mannkyn tregt!“

Guðjón Davíð Karlsson í hlutverki sínu sem Búkki.
Guðjón Davíð Karlsson í hlutverki sínu sem Búkki. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

„Upp­færsla Hilm­ars Jóns­son­ar og sýn­ing Þjóðleik­húss­ins er lit­rík, íburðar­mik­il jafn­vel, og aldrei leiðin­leg. Það væri enda dauðasynd: að láta áhorf­end­um leiðast á einu skemmti­leg­asta leik­riti sem skrifað hef­ur verið, og best heppnaða verki Shakespeares sem end­ar al­farið vel. Spurn­ing­in er hvort við verðum ekki að gera harðari kröf­ur á þjóðleik­hús sem tjald­ar öllu til, en að vera ekki leiðin­legt með ann­an eins efnivið, að viðbættri hæfi­leik­um og fag­mennsku áhafn­ar­inn­ar,“ seg­ir í leik­dómi Þor­geirs Tryggva­son­ar um Jóns­messu­næt­ur­draum eft­ir William Shakespeare í upp­færslu Þjóðleik­húss­ins sem birt­ur er í Morg­un­blaðinu í dag. 

„Þær auka­kröf­ur upp­fyll­ir sýn­ing­in ekki nema stund og stund, og alls ekki sem heild. Kannski er stóri vand­inn sá að and­stæður og sam­spil heimanna tveggja: mann­heima og nátt­úru eða álf­heima, borg­ar og skóg­ar, eru ekki út­færðar á full­nægj­andi hátt.“

Að mati gagn­rýn­anda er Búkki Guðjóns Davíðs Karls­son­ar áber­andi áhrifa­rík­ast­ur af álfa­stóðinu í verk­inu. „Sterk nær­vera og mynd­ug­leiki ein­kenndu þessa túlk­un á skó­sveini Óberons, frek­ar en trúðsk hrekkjakæt­in sem oft er grunn­tónn­inn og verður auðveld­lega þreyt­andi,“ seg­ir í leik­dómn­um, en rýn­ir er ekki jafn hrif­inn af frammistöðu Atla Rafns Sig­urðar­son­ar sem fer bæði með hlut­verk Þeseifs her­toga og Óberons álfa­kon­ungs. „Því miður hjálpaði af­stöðulaus og sér­kenni­lega dauf frammistaða Atla Rafns Sig­urðar­son­ar ekk­ert upp á að trúa á eða skilja hvað álfa­kóngn­um gekk til. Það sama má segja um Þeseif hans, sér­kenni­leg­ur skort­ur á sviðslegri nær­veru ein­kenndi þá báða.“

Niðurstaða gagn­rýn­anda er því að upp­færsl­an líði „tals­vert fyr­ir skort á skýrri list­rænni heild­ar­hugs­un. Fyr­ir vikið ná stak­ar snjall­ar hug­mynd­ir og tilþrif ekki full­um áhrif­um.“ Leik­ritið standi þó enn fyr­ir sínu, „hvað sem brölti hins hrika­lega trega mann­kyns líður,“ seg­ir í niður­lagi leik­dóms­ins sem lesa má í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert