Selja Danskinum gúrkur og lamb

Hildur Ósk Sigurðardóttir og Helgi Jakobsson í Gufuhlíð eru meðal …
Hildur Ósk Sigurðardóttir og Helgi Jakobsson í Gufuhlíð eru meðal þeirra garðyrkjubænda sem rækta gúrkur fyrir kröfuharða Dani. Íslenskar afurðir hafa sína hillu í stærstu vefverslun fyrir matvæli í Danmörku. Ljósmynd/Sölufélag garðyrkjumanna

Íslenskar gúrkur hafa undanfarna mánuði verið seldar sem sérstök gæðaafurð undir merkjum útflytjandans, Pure Arctic, í stærstu vefverslun Danmerkur fyrir matvæli. Hefur salan gengið ágætlega. Nú hefur íslenskt lambakjöt bæst við og er selt undir sama vörumerki í vefversluninni. Það er einnig markaðssett sem hágæðaafurð.

„Dansk-íslenska verslunarráð var með matvælakynningu í Danmörku fyrir þremur árum þar sem íslenskir framleiðendur kynntu afurðir sínar. Þá kom til tals að stofna sprotafyrirtæki um innflutning og sölu á matvælum frá Íslandi,“ segir Sverrir Sverrisson, stjórnarformaður Pure Arctic. Hann stofnaði félagið með dönskum félaga sínum, Jørgen Peter Poulsen, og byrjuðu þeir að ræða við garðyrkjubændur um möguleika á útflutningi afurða þeirra.

Sölufélag garðyrkjumanna ehf. sem annast sölu afurða flestra garðyrkjubænda kom inn í fyrirtækið ásamt Simply Cooking ApS sem rekur matarþjónustu og veitingastaði í Kaupmannahöfn og víðar.

Fyrir valinu varð að byrja á útflutningi á gúrkum vegna þess að ekki er næg framleiðsla á öðrum afurðum. Nokkuð var flutt út vorið 2018 og stöðugur útflutningur hefur verið frá áramótum, bæði til Danmerkur og Færeyja. Sverrir segir að hægt hefði verið að flytja út meira af gúrkum en framleiðslan ekki verið næg, að því er fram kemur í fjöllun um þessa sölustarfsemi í Morgunblainu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert