Snertir um 70 flugmenn

Boeing 737 MAX þota Icelandair.
Boeing 737 MAX þota Icelandair.

Kyrr­setn­ing þriggja Boeing 737 MAX 8-véla Icelanda­ir hef­ur áhrif á störf og þjálf­un um 70 flug­manna fé­lags­ins, en Flu­gör­ygg­is­stofn­un Evr­ópu (EASA) hef­ur bannað notk­un farþegaþotna af þess­ari gerð í loft­helgi Evr­ópu í kjöl­far flug­slyss­ins í Eþíóp­íu sl. sunnu­dag.

„Þetta hef­ur áhrif á um 60-70 flug­menn hjá okk­ur sem eru þjálfaðir á MAX,“ seg­ir Jens Þórðar­son, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs Icelanda­ir, í sam­tali við Morg­un­blaðið og bæt­ir við að sum­ir þess­ara flug­manna sitji heima, þar sem MAX-vél­arn­ar hafa nú verið tekn­ar úr áætl­un, á meðan aðrir flug­menn sjá um þjálf­un og enn aðrir eru í þjálf­un á veg­um fé­lags­ins.

„Flug­freyj­ur og flugþjón­ar eru í flest­um til­fell­um þjálfuð á all­ar okk­ar vél­ar og því get­ur þetta fólk farið á milli véla. Þeir flug­menn sem eru þjálfaðir á MAX-inn sitja hins veg­ar heima meðan á þessu stend­ur. Flug­menn fljúga bara einni flug­véla­teg­und í einu,“ seg­ir Jens og bæt­ir við að flug­menn Icelanda­ir sýni þess­ari stöðu mik­inn skiln­ing og hafi „brugðist mjög vel“ við þessu flókna ástandi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert