„Þá yrði nú gaman!“

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður.
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Hvernig væri að ein­hver þeirra málsaðila, sem mátti þola dóm Hæsta­rétt­ar þar sem slík­ir dóm­ar­ar sátu í dómi, kærði nú málsmeðferð Hæsta­rétt­ar til MDE?“ spyr Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður og fyrr­ver­andi dóm­ari við Hæsta­rétt, á vefsíðu lög­manns­stofu sinn­ar JSG lög­menn í dag.

Til­efnið er dóm­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu á þriðju­dag­inn þar sem kom­ist var að þeirri niður­stöðu að einn dóm­ari við Lands­rétt hefði ekki verið skipaður í sam­ræmi við lög og viðbrögð margra við því. Seg­ir Jón Stein­ar ís­lenskt rétt­ar­kerfi hafa farið á hliðina í kjöl­farið vegna und­ar­legs dóms Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins.

Jón Stein­ar rifjar upp að Hæstirétt­ur hafi kallað inn lög­fræðinga til að dæma í næst­um öll­um mál­um á síðasta ári sem fæst­ir hafi verið metn­ir hæf­ir til setu í rétt­in­um. „Voru þeir yf­ir­leitt vald­ir úr hópi vina og kunn­ingja sitj­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ara. Aðilar þess­ara mála máttu una því að mál þeirra væru dæmd af þess­um ómet­an­legu kunn­ingj­um dóm­ar­anna.“

Spyr Jón Stein­ar hvort þetta hafi verið í lagi og hvort ekki væri rétt að ein­hver sem þola mátti dóm Hæsta­rétt­ar þar sem slík­ir dóm­ar­ar dæmdu kærðu málsmeðferðina til Hæsta­rétt­ar og í fram­hald­inu til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. „Þá yrði nú gam­an!“
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert