Útspil ráðherrans er sjaldgæft

Sigríður H Andersen hverfur úr dómsmálaráðuneytinu um skeið.
Sigríður H Andersen hverfur úr dómsmálaráðuneytinu um skeið. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hún getur látið sig hverfa tímabundið í samráði við ríkisstjórnina. En svona útspil hefur hins vegar gerst afar sjaldan.“

Þetta segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í umfjöllun Morgunblaðsins um ákvörðun Sigríðar Á. Andersen þess efnis að stíga tímabundið til hliðar sem dómsmálaráðherra. Tilkynnti hún um þetta á blaðamannafundi í gær.

Fyrstur ráðherra til að segja tímabundið af sér var Magnús Guðmundsson þáverandi dómsmálaráðherra árið 1932. Gerði hann það eftir að hafa verið dæmdur í undirrétti en eftir að hafa verið sýknaður í Hæstarétti Íslands tók Magnús aftur við sínu fyrra embætti.

„Svo gerðist þetta einnig þegar Katrín Júlíusdóttir var fjármálaráðherra og fór í barneignarleyfi. Það er að vísu svolítið öðruvísi en þá var Oddný G. Harðardóttir sett í hennar stað,“ segir Ólafur. „Miðað við hefðina er þetta ákvörðun Sjálfstæðisflokksins hvort fallist sé á að Sigríður fari í leyfi og hvort og þá hvenær hún kemur aftur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert