Bakarar og smiðir

Núna Guðrún Gunnlaugsdóttir nemi í fataiðn með straujárnið.
Núna Guðrún Gunnlaugsdóttir nemi í fataiðn með straujárnið. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjöldi ung­menna mætti í Laug­ar­dals­höll­ina í Reykja­vík í gær á Mín framtíð 2019 þar sem fram­halds­skól­arn­ir í land­inu, 33 alls, kynna náms­fram­boð sitt. Jafn­hliða er þar haldið Íslands­mót iðn- og verk­greina þar sem nærri 200 nem­ar keppa í alls 28 fög­um.

Von var á meira en 7.000 nem­end­um úr efstu bekkj­um grunn­skól­anna í dag og í gær til að fylgj­ast með keppni og kynna sér iðnir, en í gær var í Laug­ar­dals­höll­inni hægt að fylgj­ast með raf­virkj­um stilla og tengja, kjötiðnaðarmönn­um út­búa ýms­ar krás­ir, bök­ur­um út­búa brauð og tré­smíðanem­um með verk­færi sín við hef­il­bekk­inn. Einnig voru á svæðinu nem­end­ur í fataiðnum sem sauma og gera alls kon­ar kúnst­ir.

Á morg­un, laug­ar­dag, verður svo fjöl­skyldu­dag­ur á milli kl. 10 og 16 í Laug­ar­dags­höll­inni þar sem ung­ir sem eldri geta kynnt sér mögu­leik­ana sem í iðnnámi og -störf­um fel­ast.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert