Enginn átti von á þessu

AFP

Hjört­ur Ara­son býr í Christchurch ásamt fjöl­skyldu sinni og hann seg­ir þau vera í áfalli yfir árás­inni og eitt­hvað sem eng­inn hafi bú­ist við að gæti gerst á Nýja-Sjálandi. Christchurch sé ekki ólík Reykja­vík og afar friðsæl. Tala lát­inna hef­ur verið hækkuð í 49 og yfir 20 eru al­var­lega særðir.

„Þetta sýn­ir okk­ur að þú ert hvergi óhult­ur fyr­ir hryðju­verk­um og því miður er þetta veru­leiki sem blas­ir við okk­ur í dag. Á Nýja-Sjálandi býr fólk af ólík­um þjóðern­um sam­an í sátt og sam­lyndi og trú hef­ur aldrei skipt miklu máli. Það er hvaða trú­ar­brögð þú aðhyll­ist. Þarna er árás­armaður­inn ástr­alsk­ur inn­flytj­andi sem ger­ir árás á aðra inn­flytj­end­ur. Marg­ir þeirra eru flótta­menn frá stríðshrjáðum svæðum sem töldu sig vera komna til ör­uggs lands og hólpna. Þetta er öm­ur­legt og mik­il­vægt, líkt og mér sýn­ist að fjöl­miðlar hér ætli að gera, að hylla ekki þenn­an mann sem hetju. Hann er hryðju­verkamaður og á ekki að setja á stall með um­fjöll­un,“ seg­ir Hjört­ur.

Brei­vik fyr­ir­mynd­in

Líkt og fram hef­ur komið birti árás­armaður­inn stefnu­yf­ir­lýs­ingu sína á net­inu þar sem hann seg­ist meðal ann­ars vera und­ir áhrif­um norska víga­manns­ins And­ers Brei­vik og að hann vilji hefna fyr­ir þær þúsund­ir manns­lífa sem út­lend­ir árás­ar­menn hafi tekið í Evr­ópu. Ástr­al­inn sýndi beint frá árás­inni á sam­fé­lags­miðlum þar sem hann skaut tugi al­mennra borg­ara til bana og særði aðra. 

Hjörtur Arason, Kathryn Payne og Ottó sonur þeirra.
Hjört­ur Ara­son, Kat­hryn Payne og Ottó son­ur þeirra. Úr einka­safni

Að sögn Hjart­ar eru mosk­urn­ar báðar í al­fara­leið og keyr­ir hann þarna fram hjá mörg­um sinn­um í viku á leið til og frá vinnu líkt og flest­ir aðrir íbú­ar í borg­inni. Hann var heima þegar árás­in hófst ásamt fjöl­skyldu sinni. Árás­in hófst skömmu eft­ir há­degi og það var ekki fyrr en tveim­ur tím­um síðar að ástandið fór að ró­ast í borg­inni en nán­ast allt at­hafna­líf lamaðist í kjöl­farið. 

49 lét­ust í skotárás­um á tvær mosk­ur í borg­inni og yfir tutt­ugu eru al­var­lega særðir. Fjór­ir eru í haldi lög­reglu, þrír karl­ar og ein kona. Einn þeirra er Ástr­ali sem er öfgamaður og að sögn for­sæt­is­ráðherra Ástr­al­íu er hann of­beld­is­hneigður hryðju­verkamaður. Þrír voru hand­tekn­ir á vett­vangi en fjórða mann­eskj­an í kjöl­farið. 

Að sögn Sveins H. Guðmars­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, hafa eng­ir Íslend­ing­ar í vanda haft sam­band við borg­araþjón­ustu ráðuneyt­is­ins en starfs­menn ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins munu reyna að ná til Íslend­inga á þess­um slóðum. Hann biður þá sem eru í ein­hverj­um vanda að hafa sam­band við borg­araþjón­ustu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins en aðra að hafa sam­band við ætt­ingja og láta vita af sér. Eða þá í gegn­um sam­fé­lags­miðla, svo sem Face­book. 

Fyrir utan Masjid al Noor-moskuna.
Fyr­ir utan Masjid al Noor-mosk­una. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert