Starfsemi Fossvogsskóla í Laugardal

Fossvogsskóli í Reykjavík.
Fossvogsskóli í Reykjavík. mbl.is/Eggert

Skólastarf í Fossvogsskóla verður á komandi mánuðum í Laugardal. Kennsla 4. - 7. bekkja verður í húsnæði KSÍ og kennsla í 2. og 3. bekk verður í húsnæði Þróttar og Ármanns. Kennsla 1. bekkjar verður í Útlandi fyrst um sinn á meðan leitað er að húsnæði en stefnt er á að skólastarfið verði allt í Laugardalnum.

Þetta kemur fram í pósti sem skólastjóri Fossvogsskóla sendi foreldrum nemenda nú fyrir stundu.

Ferðir verða til og frá Fossvogsskóla í Laugardal með rútum en nánar verður greint frá fyrirkomulagi aksturs og skólastarfs á mánudag.

Eins og áður hefur komið fram verður boðið upp á frístund fyrir börn á mánudag á starfsdegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert