Dagurinn hvarf úr minni

Arnar Már Ólafsson lenti í hræðilegu hjólreiðaslysi árið 2015. Hann …
Arnar Már Ólafsson lenti í hræðilegu hjólreiðaslysi árið 2015. Hann segist vera heppinn að vera á lífi. mbl.is/Ásdís

Sautjándi sept­em­ber 2015 var dag­ur­inn sem breytti lífi Arn­ars Más Ólafs­son­ar, ferðamála­frömuðs hjá Íslensku fjalla­leiðsögu­mönn­um. Þenn­an sól­ríka sept­em­ber­dag var hann á leið til vinnu á hjóli sínu þegar bif­reið var ekið í veg fyr­ir hann. Til­vilj­un­in ein réði því að hann lifði slysið af en möl­brot­inn lá hann á gjör­gæslu í mánuð þar sem líf hans hékk á bláþræði.

Eitt stórt spurn­ing­ar­merki

„Þenn­an dag, 17. sept­em­ber 2015 var ég á leið í vinn­una. Ég var að koma niður Vatns­enda­hvarf og það keyrði bíll í veg fyr­ir mig og ég lendi í þessu hræðilega slysi. Hann var að beyja inn í Ögur­hvarf og hann fór fyr­ir mig og ég dúndraðist á bíl­inn,“ seg­ir Arn­ar Már og fer yfir staðreynd­irn­ar því ekki man hann eft­ir þessu. Dag­ur­inn er nefni­lega horf­inn úr minni Arn­ars Más.

Hvað er það næsta sem þú manst?

„Þegar ég opna aug­un á gjör­gæslu. Ég sá mjög illa því aug­un voru svo bólg­in. Ég sá konu í hvít­um slopp sem horf­ir á mig og fer. Svo kem­ur kon­an mín, Stein­unn Hild­ur Hauks­dótt­ir. Ég gat ekki hreyft mig og ekki sagt neitt og var bara eitt spurn­ing­ar­merki. Ég mundi ekk­ert eft­ir slys­inu og ekki enn í dag. Heil­inn er bú­inn að þurrka þetta út; bú­inn að ákveða að þetta sé ekki góð minn­ing.“

Meiðslin voru mik­il. „Ég braut á þriðja tug beina og vinstri öxl­in fór í sund­ur á nokkr­um stöðum og eins mjöðmin. Vinstri rifja­bog­inn möl­brotnaði. Öll rif­bein­in vinstra meg­in tví­brotna, nema það neðsta. Bæði frá bringu­beini og frá hryggj­arsúl­unni,“ út­skýr­ir hann og blaðamaður kem­ur varla upp orði.

Arnar Már lá í heilan mánuð á gjörgæslu þar sem …
Arn­ar Már lá í heil­an mánuð á gjör­gæslu þar sem hann var þrjár vik­ur í önd­un­ar­vél. Kona hans, Stein­unn Hild­ur Hauks­dótt­ir, stappaði í hann stál­inu. Úr einka­safni.

Var aldrei hrædd­ur

Hvað var það fyrsta sem þú hugsaðir?

„Hvað er ég að gera hérna? Af hverju er ég hér, hvað gerðist? Ég náði að hreyfa var­irn­ar og mynda orðin: hvað gerðist? Kon­an mín var búin að und­ir­búa þetta augna­blik mjög vel. Hún tjáði mér hvað hefði gerst og róaði mig strax niður. Hún sagði strax: „allt mun gróa. Þetta verður í lagi“. Ég var aldrei hrædd­ur, ég var aldrei hrædd­ur í gegn­um allt ferlið. Alltaf ró­leg­ur og aldrei í vafa um að þetta myndi verða í lagi,“ seg­ir hann.

„Þetta var mjög tví­sýn bar­átta, í þrjár vik­ur í raun­inni. Stein­unn kom á hverj­um morgni í óvissu um hvort ég væri lif­andi. Ég fékk mjög heift­ar­lega lungna­bólgu sem kom dá­lítið aft­an að þeim því lík­am­inn sýndi góða súr­efn­is­mett­un. Ég var í mjög góðu formi þarna sem hef­ur lík­lega bjargað lífi mínu. En þegar þeir átta sig á því hvað lungna­bólg­an var orðin slæm sögðu þeir konu minni að búa sig und­ir það versta; þeir voru ekki viss­ir um að ég myndi hafa það af,“ seg­ir Arn­ar Már.

Þakk­læti efst í huga

Spurður út í and­legu hliðina eft­ir slysið svar­ar Arn­ar Már: „Svona breyt­ir manni.“

Hann hugs­ar sig um og seg­ir svo: „Það sem mér er efst í huga er þakk­læti. Ég er mjög þakk­lát­ur ein­stak­ling­ur í dag. Ég nýt lífs­ins og ég upp­lifi sterk­ar að vera til. Ég nýt alls bet­ur, hvort sem það er fjöl­skyld­an, vin­ir, vinn­an eða áhuga­mál­in. Maður tek­ur til hjá sér ósjálfrátt, for­gangsraðar á ann­an hátt. Fyr­ir slysið var ég mjög mikið í mörgu en nú ein­beiti ég mér að færri hlut­um en það er meiri dýpt. Það er eins og lífið hafi sprungið í loft upp og þegar bitarn­ir féllu niður, féllu þeir á nýja staði. Ég fyll­ist þakk­læti á hverj­um degi. Augna­blik­in verða kraft­meiri. Börn­in, fjöl­skyld­an, róm­an­tík­in og vin­skap­ur­inn er allt kraft­meira, og í raun allt sem ég tek mér fyr­ir hend­ur. Það er erfitt að lýsa því en það er allt skýr­ara,“ seg­ir hann.

Hjól­reiðafólk komið til að vera

Arn­ar Már seg­ist vita að allt hjóla­sam­fé­lagið fylgd­ist vel með hon­um í bat­an­um. „Þetta var í miðri hjóla­spreng­ingu og það fylgd­ust all­ir með þessu. Þetta var kannski ekki fyrsta slysið en þetta var mjög svip­legt slys sem hafði áhrif á marga,“ seg­ir Arn­ar Már og nefn­ir að bæði hjól­reiðafólk sem og öku­menn hafi jafn­vel farið að hugsa sinn gang.

Arnar Már er kominn á fulla ferð aftur í hjólreiðarnar …
Arn­ar Már er kom­inn á fulla ferð aft­ur í hjól­reiðarn­ar þótt hann hafi ekki sömu getu og áður. Úr einka­safni.

„Þetta er raun­veru­legt ástand sem mynd­ast þegar svona marg­ir ein­stak­ling­ar fara á göt­urn­ar og hjóla­stíga. Það hafa all­ir rétt á að vera þarna og það þurfa all­ir að taka meira til­lit, hjóla­fólk, gang­andi veg­far­end­ur og öku­menn. Fólk er óvant þessu og þetta tek­ur tíma, hjóla­menn­ing­in hér er enn ung. Er­lend­is tek­ur fólk meira til­lit,“ seg­ir hann.

„Það er ekki nóg fyr­ir öku­menn að horfa eft­ir öðrum bíl­um, þeir þurfa líka að leita eft­ir hjól­um.“

Viðtalið í heild er í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert