„Aðstæður við ána eru góðar til leitar núna,“ segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Liðsmenn björgunarfélags Árborgar, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Landhelgisgæslu mæla lögun og dýpt gjárinnar neðan brúarinnar á Ölfusá á Selfossi í dag, laugardag og eiga aðgerðir að hefjast fyrir hádegi.
Er þetta gert til að reyna að finna bifreið og mann sem fóru ána skammt neðan við brúna að kveldi 25. febrúar síðastliðinn. – Góð reynsla er af tækjum eins og notuð verða við leitina í dag og standa vonir til þess að með mælingunum sjáist hvort bílinn sé í ánni og ná megi honum upp. Leitarsvæðið eru breiðurnar í ánni á hægri hönd þegar komið er að Ölfusárbrú úr vestri.
Eftir að bíllinn fór í ána var áin kembd mjög rækilega og bakkar hennar gengnir af björgunarsveitarmönnum. Þær aðgerðir skiluðu ekki árangri og því er nú – til þrautavara – farið í mælinganar ef slíkt kynni að skila einhverjum árangri.