Matthildur mætti með fyrsta hjólið í söfnunina

Hátt í 2.000 börn hafa fengið hjól í gegnum hjólasöfnun …
Hátt í 2.000 börn hafa fengið hjól í gegnum hjólasöfnun Barnaheilla frá 2010 og hófst ný söfnun um helgina og var það sjálf Matthildur, sem er persóna úr samnefndum söngleik sem sýndur er í Borgarleikhúsinu, sem afhenti fyrsta hjólið. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við byrjuðum söfnunina í aðstöðu Sorpu á Sævarhöfða og var það sjálf Matthildur, sem er persóna úr samnefndum söngleik sem sýndur er í Borgarleikhúsinu, sem afhenti fyrsta hjólið, en það var stúlka að nafni Elsa Margrét Þórðardóttir sem tók á móti því,“ segir Aldís Yngvadóttir, verkefnastjóri kynningarmála og fjáröflunar hjá Barnaheillum, í samtali við Morgunblaðið.

Hjólasöfnun Barnaheilla var hleypt af stokkunum um hádegisbil í gær. Mun söfnunin standa yfir til 23. apríl nk. og hefjast úthlutanir á hjólum í sama mánuði og standa þær fram í maí. Hjólin verða gefin börnum og ungmennum sem ekki hafa tök á því að eignast reiðhjól með öðrum hætti. Hægt verður að sækja um hjól í gegnum félagsþjónustu sveitarfélaga. Var það Erna Tómasdóttir sem skellti sér í hlutverk hinnar úrræðagóðu Matthildar og afhenti hjólið.

Öll hjól tekin í gegn á verkstæði

Aldís segir öll hjól fara í skoðun og yfirhalningu á verkstæði áður en þau verða loks afhent nýjum eigendum. „Hjólin fara í uppklössun á verkstæði sem við opnum sérstaklega þessa daga og vikur sem söfnunin stendur yfir. Þar standa sjálfboðaliðar vaktina sem hjálpa okkur að koma hjólunum í gott ástand,“ segir hún og bætir við að sumir þessara sjálfboðaliða séu starfsmenn bankanna sem bjóði fram vinnu sína og tíma.

Sjá viðtal við Aldísi í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert