Tenging um Ísafjarðardjúp hefði mest áhrif

Flutningskerfi raforku á Vestfjörðum.
Flutningskerfi raforku á Vestfjörðum.

Gangsetning væntanlegrar Hvalárvirkjunar við tengipunkt í Ísafjarðardjúpi og hugsanleg framtíðartenging þaðan til Ísafjarðar myndi hafa mest áhrif til að auka afhendingaröryggi um alla Vestfirði, af þeim sviðsmyndum sem tilgreindar eru í skýrslu sem Verkfræðistofan Efla hefur gert fyrir Landsnet.

Styrkingar flutningskerfisins á suðurhluta Vestfjarða með hringtengingum eða varaaflstöð myndi einnig hjálpa mikið upp á sakirnar á því svæði.

Íbúar og fyrirtæki á Vestfjörðum hafa búið við mun lakara afhendingaröryggi raforku en aðrir landsmenn undanfarin ár. Þótt ástandið hafi batnað með nýrri varastöð í Bolungarvík og endurnýjun nokkurra lína hafa almennir notendur verið án straums í 164 mínútur að meðaltali undanfarin fimm ár, eða í tæpar þrjár klukkustundir á ári. Sunnanverðir Vestfirðir hafa setið nokkuð eftir í þessu efni en þar er mikil uppbygging í atvinnulífi.

Í kerfisáætlun Landsnets fyrir árin 2018 til 2027 er sagt frá nokkrum framkvæmdum sem eru í athugun; tengingu Hvalárvirkjunar við kerfið og styrkingu á sunnanverðum Vestfjörðum. Þær eru enn í skoðun og ekki komnar inn á þriggja ára áætlun. Í skýrslu Eflu eru áhrif þriggja meginlausna metin og raunar fleiri útfærslur af þeim, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þessi álefni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert