TF-EIR komin til landsins

TF-EIR er nýjasta þyrlan í flota Landhelgisgæslunnar og kom hún …
TF-EIR er nýjasta þyrlan í flota Landhelgisgæslunnar og kom hún til landsins í dag frá Noregi. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrri þyrl­an af tveim­ur í bráðabirgðaend­ur­nýj­un þyrlu­flota Land­helg­is­gæsl­unn­ar kom til lands­ins í dag. Sig­urður Heiðar Wii­um, yf­ir­flug­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, seg­ir að til­koma þyrlunn­ar muni stuðla að auk­inni getu Land­helg­is­gæsl­unn­ar til að tak­ast á við kom­andi verk­efni.

Gæsl­an hef­ur þrjár þyrl­ur á snær­um sín­um en tvær er hún með á leigu. TF-LIF er í eigu gæsl­unn­ar og nú verður TF-GNÁ og TF-SÝN skipt út fyr­ir aðrar nýrri vél­ar af sömu fjöl­skyldu, það er Super Puma. Vél­in sem kom til lands­ins í dag frá Nor­egi ber heitið TF-EIR.  „Í vél­inni er nýrri búnaður og hún er hæf­ari en sú eldri að öllu leyti,“ seg­ir Sig­urður. Seinni vél­in kem­ur til lands­ins á næstu vik­um og mun hún fá nafnið TF-GRÓ og leys­ir hún TF-SÝN af hólmi.

Þyngri, stærri og öfl­ugri

Vél­in sjálf er hins veg­ar ekki splunku­ný. „En þetta er nýj­asta gerð af Super Puma-fjöl­skyld­unni og lít­ur mjög svipað út en er ör­lítið þyngri, stærri og öfl­ugri. Öll sjálf­virkni og tæki um borð eru ný eða ný­legri og ættu að gefa okk­ur meiri getu til að nýta tæk­in til þeirra verka sem við not­um vél­arn­ar í,“ seg­ir Sig­urður.  

Þyrl­an kom til lands­ins frá Nor­egi í dag en verður lík­lega ekki tek­in í form­lega notk­un fyrr en í apríl eða maí. „Það sem þarf að gera er að þjálfa flug­virkja og flug­menn og við erum langt á veg kom­in með flug­menn­ina. Vél­arn­ar koma hægt og ró­lega í þjón­ustu, þetta tek­ur alltaf meiri tíma en menn halda og það er tölu­verð papp­írs­vinna í kring­um þetta,“ seg­ir Sig­urður.  

Sigurjón Sigurgeirsson, flugvirki hjá Landhelgisgæslunni, og Norðmennirnir Steinar Haugen flugmaður …
Sig­ur­jón Sig­ur­geirs­son, flug­virki hjá Land­helg­is­gæsl­unni, og Norðmenn­irn­ir Stein­ar Haugen flugmaður og Frode Moi aðstoðarflugmaður. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Aukið ör­yggi í kom­andi verk­efn­um

Þyrlu­út­köll­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar hef­ur fjölgað á síðustu miss­er­um og seg­ir Sig­urður að nýju vél­arn­ar muni stuðla að auknu ör­yggi í kom­andi verk­efn­um. „Þetta eru öfl­ugri vél­ar og ættu að geta aukið ör­yggi og hæfni okk­ar til þess að sinna þeim verk­efn­um sem koma.“ Hann minn­ir hins veg­ar á að þyrlurn­ar séu hluti af því ferli sem nú stend­ur yfir í útboðsmá­l­um.

„Þetta eru spenn­andi tím­ar, við erum að end­ur­nýja leigu­flot­ann en líka að vinna í þyrlu­út­boðsmá­l­um. Allt er þetta spenn­andi en vissu­lega mik­il vinna og tek­ur aðeins á, þannig. Það sem maður hlakk­ar mest til að sjá er meira ör­yggi og hæf­ari verk­færi til að nota í þau verk­efni sem við erum að fara í.“

Blaðamaður Morg­un­blaðsins og mbl.is fékk að slást með í för þegar TF-EIR kom til lands­ins í dag líkt og sjá má á mynd­un­um hér að neðan. 

Þyrlan er af nýjustu gerð Super Puma-fjölskyldunnar.
Þyrl­an er af nýj­ustu gerð Super Puma-fjöl­skyld­unn­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Að mörgu er að huga þegar ný þyrla er tekin …
Að mörgu er að huga þegar ný þyrla er tek­in í notk­un og mun TF-EIR lík­lega verða form­lega tek­in í gagnið í næsta mánuði. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert