Vilja samráð um þjónustu við umsækjendur

Hælisleitendur mótmæla á Austurvelli.
Hælisleitendur mótmæla á Austurvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum ekki að gagnrýna daglega þjónustu sem Útlendingastofnun veitir heldur erum við að gagnrýna fyrirkomulagið við að koma úrræðum á fót,“ segir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjanesbæjar, en velferðarráðið boðaði fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga á fund ráðsins.

Velferðarráð sendi einnig frá sér ályktun þar sem fram kemur að það telji fyrirkomulagið sem ríkið viðhefur í dag við að koma á fót úrræðum í þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd óásættanlegt og það skorti verulega á samráð við sveitarfélögin.

Í Morgunblaðinu í dag segir Halldóra Reykjanesbæ vera með samning um að þjónusta 70 umsækjendur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. Það geri sveitarfélagið vel að eigin mati og þeirra sem nýta sér þjónustuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert