Eldur kom upp í þurrkara í þvottahúsi Icelandair hótela í Ármúla á sjötta tímanum í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var enginn í þvottahúsinu þegar eldurinn kom upp.
Þurrkarinn er gjörónýtur og reykræsta þurfti þvottahúsið. Slökkvistarf tók um klukkutíma en ljóst er að töluvert hreinsunarstarf þarf að fara fram áður en þvottahúsið verður starfhæft á ný.