Falin hætta á hálendinu

Hersing fólks kom að því að bjarga bílunum upp úr …
Hersing fólks kom að því að bjarga bílunum upp úr köldu lóninu. Ljósmynd/Eiður Smári Valsson

„Það er eig­in­lega ómögu­legt að vita af þessu nema þú vit­ir upp á hár að þetta sé þarna,“ seg­ir Eiður Smári Vals­son leiðsögumaður um krapapytti sem verða að eins kon­ar ísi­lögðum lón­um á há­lend­inu. Tveir bíl­ar fóru niður um vök í slíku lóni nærri Hnausa­polli á Fjalla­baki í síðustu viku. 

Eiður vakti at­hygli á krapapytt­in­um sem hef­ur breyst í lón á Face­book-síðu sinni ný­verið og hvatti fólk til að vara sig á því. Krapapytt­ur­inn er orðinn að um tveggja metra djúpu vatni með 20-40 senti­metra þykk­um ís ofan á sem held­ur ekki bíl­um. 

Van­ir menn óku bíl­un­um sem fóru niður vök­ina en Eiður seg­ir að jafn­vel vön­ustu menn eigi erfitt með að sjá að ísilagt lón sem þetta sé fram und­an. „Þetta lít­ur út eins og speg­il­slétt­ur sand­ur með smá ís eða snjó yfir.“

Lífs­hættu­leg­ar aðstæður

Það get­ur verið lífs­hættu­legt að lenda ofan í vök sem þess­ari. „Ekki spurn­ing. Það þarf ekk­ert að skafa ofan af því. Það var þó ekk­ert ná­lægt því í þetta skiptið. Það var bíll ekk­ert of langt í burtu og haug­ur af mann­skap sem fór af stað svo þeir voru al­veg í þokka­leg­um mál­um.“  

Ísinn á lóninu er 20-40 sentimetra þykkur og heldur ekki …
Ísinn á lón­inu er 20-40 senti­metra þykk­ur og held­ur ekki bíl­um. Ljós­mynd/​Eiður Smári Vals­son

Eiður seg­ir að það sé mjög óvenju­legt að svona lón mynd­ist. „Ég myndi segja að það sé mjög óvenju­legt að svona aðstæður verði. Vet­ur­inn er auðvitað bú­inn að vera mjög snjólétt­ur og bjána­leg­ur þannig að menn áttu kannski ekki von á því að þetta myndi mynd­ast.“

Venju­lega er hægt að keyra á svæðinu þar sem menn­irn­ir lentu í vök­inni. „Landið þarna ligg­ur aðeins lægra en allt í kring. Þetta er í raun­inni slétta en svo er ör­lít­il dæld í henni þarna. Það er mjög vel þekkt að fólk get­ur ferðast þarna á vet­urna því þarna mynd­ast krapi en nú hef­ur ekki verið neinn snjór og bara vatn í raun­inni og all­ur snjór sem hef­ur mynd­ast þarna hef­ur bráðnað jafnóðum. Í staðinn fyr­ir að það safn­ist vatn í snjó sem verður þá að krapa sem þú get­ur í raun ekki sokkið neitt djúpt í þá myndaðist bara stöðuvatn þarna.“

Reynsla og upp­lýs­ingaflæði mik­il­vægt

Eiður seg­ir að reynsl­an hjálpi mikið til ef koma á auga á aðstæður sem þess­ar. „Reynsl­an og upp­lýs­ingaflæðið hjálpa til. Þess vegna setti ég þenn­an póst á Face­book. Það sést reynd­ar á hæðarlín­um á kort­um ef maður rýn­ir vel í þau að landið sé lægra þarna og yf­ir­leitt eru fleiri jepp­ar á ferð sam­an sem eru ekki á jafn mik­illi hraðferð og þeir voru þarna. Það þarf auðvitað líka að keyra var­lega.“

Eiður seg­ist ekki hafa orðið var við fleiri sam­bæri­leg lón á svæðinu. „Við höf­um ekki orðið var­ir við það og við erum mikið þarna. Há­lendið er bara snjó­laust og færðin er fín.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert