Fyrsta skemmtiferðaskip ársins

Skemmtiferðaskipið Astoria við Skarfabakka.
Skemmtiferðaskipið Astoria við Skarfabakka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Íslands á föstudaginn. Var þar um að ræða skemmtiferðaskipið Astoriu sem lagðist við akkeri í Reykjavík með um 550 farþega og 280 manna áhöfn innanborðs.

Áætlað er að Astoria hafi fimm sinnum viðkomu í Reykjavík á árinu. Alls eru 200 komur til Faxaflóahafna áætlaðar í ár, með alls 190.269 farþega um borð. Þetta er fjölgun um rúm 24% í skipakomum frá síðasta ári og 22% fjölgun farþega. Samkvæmt heimasíðu Faxaflóahafna er ein ástæðan fyrir siglingum til Íslands svo snemma árs aukinn áhugi á norðurljósasiglingum.

Hinn 19. júlí er áætlað að skemmtiferðaskipið Queen Mary 2. komi til Reykjavíkur. Það skip er 345 metrar að lengd og verður því lengsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert