Gagnrýnir óþarfa upphlaup

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er gagnrýninn í garð sveitarstjórnarmanna og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem mótmælt hafa því að til standi að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 3,3 milljarða á næstu tveimur árum í ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024.

Þessi viðbrögð sveitarstjórnarmanna séu úr öllu samhengi og óskiljanleg og óþarfa upphlaup af litlu tilefni, segir Bjarni í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að engin tillaga sé komin fram til skerðingar heldur hafi möguleikinn á því aðeins verið ræddur á vinnufundi.

Bjarni segir það með öllu óskiljanlegt og úr öllu samhengi að hugmynd sem nefnd sé á þeim vettvangi og sé ekki komin fram setji öll fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga í uppnám.

Bjarni segir ekkert óeðlilegt vera við það að sveitarfélögin leggi eitthvað af mörkum við kostnað vegna þeirra aðgerða sem eru til umræðu við aðila vinnumarkaðarins. Það sé ríkið sem beri uppi hækkun atvinnuleysis- og barnabóta og lengingu fæðingarorlofs. Að auki sé ríkið að kynna skattalækkanir upp á 15 milljarða. Allt séu þetta mikilvægar aðgerðir fyrir framvindu mála á vinnumarkaði og ríkið eitt sjái um að fjármagna það. Þetta atriði milli ríkis og sveitarstjórnarmanna sé þó lítill höfuðverkur samanborið við óvissuþætti sem ríkið glími við á borð við loðnubrest og vegna kjarasamninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka