Gekk berserksgang í Vestmannaeyjum

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Lög­regl­an í Vest­manna­eyj­um hand­tók karl­mann í liðinni viku vegna fjölda af­brota, meðal ann­ars lík­ams­árás­ir, hót­an­ir og skemmd­ir á lög­reglu­bíl. Var hann úr­sk­urðaður í mánaðarlangt gæslu­v­arðhald.

Maður­inn var kærður fyr­ir þrjár lík­ams­árás­ir, en í tveim­ur til­vik­um var um minni hátt­ar áverka að ræða, en í einu til­viki er um meiri hátt­ar áverka að ræða. Þá var sami maður kærður fyr­ir hót­an­ir, hús­brot, eigna­spjöll, þjófnað, vopna­laga­brot og fíkni­efna­laga­brot.

Maður­inn hótaði síðan lög­reglu og reyndi að hindra störf lög­regl­unn­ar með því að skera á alla fjóra hjól­b­arða á lög­reglu­bif­reið. Kem­ur fram í Face­book-færslu lög­regl­unn­ar að það sé litið mjög al­var­leg­um aug­um.

Sem fyrr seg­ir var maður­inn úr­sk­urðaður í fjög­urra vikna langt varðhald, en þar var meðal ann­ars tekið mið af því að hann var að brjóta skil­orð og þá er fleiri mál­um ólokið í refsi­vörslu­kerf­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert