Mótmælendur brutu skilmála borgarinnar

Hælisleitendur hafa mótmælt við Alþingishúsið undanfarið.
Hælisleitendur hafa mótmælt við Alþingishúsið undanfarið. mbl.is/​Hari

„Það er ekki fallegt um að litast á Austurvelli um þessar mundir. Grasið er eitt drullusvað og umgangur allur subbulegur. Þetta er svona eins og eftir slæma útihátíð,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í dag.

Vísar hann í máli sínu til mótmæla hælisleitenda og stuðningsfólks þeirra á Austurvelli í hjarta Reykjavíkur. Hefur hópur þessi dögum saman verið með mótmælastöðu á vellinum og m.a. slegið þar upp stóru tjaldi í skjóli leyfis frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Morgunblaðið hefur undir höndum umrætt leyfi borgarinnar til afnota af landinu og er þar m.a. kveðið á um að ekki megi berast hávaði frá hópnum eftir klukkan 23. Um tjaldið stóra sem hópurinn sló upp segir:

„Fjarlægja þarf ofangreint tjald af Austurvelli fyrir kl. 20:00 á kvöldin ásamt öðrum búnaði sem fylgir mótmælendum. Leyfishöfum ber að tryggja góða umgengni á svæðinu á meðan á mótmælunum stendur og skila því í því ástandi sem tekið var við því.“ Ekki var staðið við þessi skilyrði og segir Eyþór leyfisveitinguna skapa slæmt fordæmi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert