Farþegar Icelandair, sem voru á leið frá Ósló til Keflavíkur á sunnudagskvöld, þurftu á heimleiðinni að fara í vél sem var á leið til Stokkhólms og þaðan til Íslands. Flugi FI325 frá Ósló til Keflavíkur 17. mars var breytt en fara átti með Boeing Max-þotu.
Samkvæmt farseðli sem gefinn var út 3. mars átti vélin í flugi FI325 að lenda í Keflavík klukkan 22.55 hinn 17. mars. Farþegar voru endurbókaðir með flugi FI321 hinn 13. mars. Innritun í flugið á flugvellinum í Ósló var boðuð kl. 21 en var frestað um 20 mínútur.
Við tók rúmlega 40 mínútna flug til Stokkhólms. Þar var beðið meðan flugfreyjur athuguðu hvort farþegar gætu gert grein fyrir farangri. Síðan komu nýir farþegar um borð. Vélin lenti um 1.30 í Keflavík aðfaranótt mánudags.