Dýrum úlpum, síma, greiðslukorti og fleiri hlutum var stolið úr búningsklefa í íþróttahúsi í hverfi 108 síðdegis í gær að sögn lögreglu. Samkvæmt dagbók lögreglunnar er mögulega vitað hverjir voru að verki og er málið í rannsókn.
Síðdegis í gær stöðvaði lögreglan ökumaðurinn sem er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu/sölu fíkniefna í hverfi 105. Farþegi í bifreiðinni er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Bifreiðin reyndist vera ótryggð og skráningarnúmer því klippt af.
Tilkynnt var til lögreglu um umferðaróhapp á Bústaðavegi um klukkan 19 í gær. Þar höfðu bifreiðar lent saman á gatnamótum og talið að önnur bifreiðin hafi ekið inn á gatnamótin mót rauðu ljósi. Ekki urðu slys á fólki en annar ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar vegna brjóstverks. Báðar bifreiðar fluttar af vettvangi með Króki.
Ökumaður bifreiðar stöðvaður eftir að hafa ekki virt biðskyldu í hverfi 201 í Kópavogi um klukkan 20 í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var ekki með ökuskírteini sitt meðferðis.
Lögreglan stöðvaði för bifreiðar í hverfi 107 í nótt en ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og vörslu fíkniefna.