Strandar á skilyrðum SA

Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna.
Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Við höf­um hingað til reynt allt sem við höf­um getað til þess að reyna að ná samn­ing­um með því að sitja og ræða sam­an og semja þannig,“ seg­ir Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, talsmaður iðnaðarmanna, í sam­tali við mbl.is en iðnaðar­menn slitu í dag viðræðum við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins á fundi í húsa­kynn­um rík­is­sátta­semj­ara.

„Næsta skref hjá okk­ur er að funda með bakland­inu og und­ir­búa ein­hvers kon­ar aðgerðir. Það verður gert núna á næstu dög­um að hefja þá vinnu að und­ir­búa það,“ seg­ir Kristján. „Það er auðvitað eitt­hvað sem við þurf­um bara að fara yfir hvernig við vilj­um stilla upp.“

Spurður hvað beri á milli í viðræðunum seg­ir Kristján iðnaðar­menn ekki hafa verið að ræða það efn­is­lega í fjöl­miðlum en helst strandi á ákveðnum skil­yrðum sem SA hafi sett í viðæðunum fyr­ir því að hægt verði að landa kjara­samn­ingi. 

„Þetta er eitt­hvað sem þeir hafa ekki verið reiðubún­ir að víkja frá sem set­ur okk­ur í þessa stöðu að þurfa að slíta þess­um viðræðum og setja málið í þenn­an far­veg.“

Þetta teng­ist að sögn Kristjáns einkum vinnu­tíma­mál­um líkt og í til­felli Starfs­greina­sam­bands­ins. Spurður hvort boðaðir hafi verið frek­ari fund­ir hjá rík­is­sátta­semj­ara seg­ir hann að það hafi ekki verið gert en verði vænt­an­lega gert inn­an næstu tveggja vikna lög­um sam­kvæmt.

„Ef það breyt­ist eitt­hvað á milli samn­ingsaðila þá mun rík­is­sátta­semj­ari boða til fund­ar þegar það ger­ist - ef það ger­ist. Ann­ars er það inn­an tveggja vikna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert