Á aðalfundi Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, sem haldinn var á Húsavík um helgina, var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að afturkalla reglugerð sem gefin var út af sjávarútvegsráðherra í febrúar sl.
Strax verði hafin vinna við að meta þjóðhagsleg áhrif hvalveiða.
Þá ítrekar aðalfundurinn kröfu sína um að raunverulegt hagsmunamat fari fram þar sem fullt tillit sé tekið til hagsmuna hvalaskoðunar, ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina áður en frekari hvalveiðar fari fram við Ísland.