Finnar hamingjusamastir þjóða

Finnar nota sláttuvélar á veturna til að skemmta sér og …
Finnar nota sláttuvélar á veturna til að skemmta sér og halda jafnan alþjóðlegt kappakstursmót í þeirri íþróttagrein. AFP

Finn­ar, Dan­ir, Norðmenn og Íslend­ing­ar eru ham­ingju­sam­ast­ir í heimi, sam­kvæmt nýrri skýrslu, sem birt var í dag í til­efni af alþjóðlega ham­ingju­deg­in­um. 

Í næstu sæt­um eru Hol­lend­ing­ar, Sviss­lend­ing­ar, Sví­ar, Ný­sjá­lend­ing­ar, Kan­ada­menn og Aust­ur­rík­is­menn. Óham­ingju­sam­ast­ir eru íbú­ar Jemen, Rú­anda, Tans­an­íu, Af­gan­ist­an, Mið-Afr­íku­lýðveld­is­ins og Suður-Súd­an. 

List­inn bygg­ir á könn­un, sem Gallup ger­ir reglu­lega og niður­stöður þeirr­ar könn­un­ar eru síðan vegn­ar. Fram kem­ur í skýrsl­unni, að Finn­ar, Dan­ir og Norðmenn hafi styrkt stöðu sína í topp­sæt­um list­ans frá því ham­ingja var síðast mæld með þess­um hætti. Eng­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar lágu fyr­ir um Ísland en það held­ur samt fjórða sæti á list­an­um. 

List­inn í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka