Fundi Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA), sem hófst klukkan hálftíu í morgun, lauk núna á ellefta tímanum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við mbl.is að fundurinn hafi verið bókaður árangurslaus.
„Viðræður hafa gengið vel að undanförnu og ég held að það hafi verið mat beggja aðila að það hafi verið grundvöllur fyrir kjarasamningi. Hins vegar eiga sér stað vendingar á vettvangi LÍV sem SA ræður illa við sem varð þess valdandi að fundurinn í dag var bókaður sem árangurslaus á vettvangi ríkissáttasemjara.“