Forsætisráðherra „gúgglaði“ hamingjuna

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í til­efni af alþjóðlega ham­ingju­deg­in­um, sem er í dag, ákvað Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra að „gúggla“ ham­ingj­una. Afrakst­ur „gúggls­ins“ kynnti hún þegar hún setti málþing sem embætti land­lækn­is stend­ur fyr­ir í dag und­ir yf­ir­skrift­inni: Ham­ingja, heilsa og vellíðan - sam­fé­lags­leg ábyrgð?

„Það áhuga­verðasta sem kom upp úr því var upp­skrift að létt­lopa­peysu, op­inni, sem bar heitið Ham­ingja. Hún var rönd­ótt í mjög mörg­um fal­leg­um björt­um lit­um. Svo ég hugsaði: Ef hamn­ingj­an er létt­lopa­peysa þá end­ur­spegl­ar þessi peysa fjöl­breyti­leika og birtu,“ sagði Katrín.

For­sæt­is­ráðherra fór um víðan völl í ávarpi sínu og allt aft­ur til forn­ald­ar um mis­mun­andi hug­tök um ham­ingju. Þá sagði hún einnig að ham­ingj­an væri svo sann­ar­lega eitt af grund­vall­ar­atriðum til­ver­unn­ar.

Er ham­ingj­an far­sæld eða hug­ar­ástand?

Katrín vísaði í fræðimenn heim­spek­inn­ar sem hafa rann­sakað ham­ingj­una í marg­ar ald­ir. „Inn­an heim­spek­inn­ar eru tvær leiðir til að tala um ham­ingj­una. Við töl­um um ham­ingj­una sem far­sæld, það sem er gott fyr­ir sam­fé­lagið og ein­stak­ling­inn og snýst um ákveðna gæfu, og hinn skól­inn inn­an heim­spek­inn­ar er að ham­ingja er hug­ar­ástand, and­stæðan við dep­urðina, leiðann og merk­ir þá frek­ar gleði eða sæla,“ sagði Katrín.

Í „gúggl­inu“ komst ráðherra líka að því að árið 2008 komu út fjög­ur þúsund bæk­ur um ham­ingj­una, sam­an­borið við 50 bæk­ur árið 2000. „Og það seg­ir okk­ur eitt­hvað um það hversu mikið við leit­um ham­ingj­unn­ar og telj­um að hún sé ekki eitt­hvað sem komi með skapanorn­inni held­ur eitt­hvað sem við get­um fundið og tryggt okk­ur með því að nota réttu aðferðirn­ar því við vilj­um öll verða ham­ingju­söm,“ sagði Katrín.

Ráðherr­ann vísaði einnig í niður­stöður nýrr­ar skýrslu sem birt var í dag þar sem fram kem­ur að Finn­ar eru ham­ingju­sam­asta þjóð í heimi. Dan­ir og Norðmenn eru í næstu tveim­ur sæt­um og Íslend­ing­ar kom­ar þar á eft­ir sem fjórða ham­ingju­sam­asta þjóð í heimi.

„Það er áhuga­vert ef við velt­um því fyr­ir okk­ur hvort erum við að hugsa um ham­ingj­una sem far­sæld eða ham­ingj­una sem hug­ar­ástand, gleðiástand, þegar við töl­um um þetta? Ef við skoðum þessi lönd sem raða sér efst eru þetta tví­mæla­laust lönd sem eru mjög far­sæld í sam­fé­lags­legu til­liti, lönd þar sem jöfnuður er mik­ill og hugað er að um­hverf­is­mál­um í sam­hengi við efna­hag og sam­fé­lagsþróun,“ sagði Katrín.

Ham­ingj­an eykst ekki með fleiri krón­um og aur­um

Hún benti jafn­framt á að í þess­um fjóru efstu lönd­um, sem öll til­heyra Norður­lönd­un­um, eru mik­il lífs­gæði. „Þarna erum við kannski að hugsa um far­sæld. En erum við að hugsa um far­sæld þegar við för­um og kaup­um all­ar þessa 4000 bæk­ur um hvernig við ætl­um að vera ham­ingju­söm? Erum við þá að leita að hug­ar­ástand­inu? Ég held að við get­um sagt það, og það eru ýms­ar rann­sókn­ir sem benda til þess, að þegar ákveðnar lífsþarf­ir eru upp­fyllt­ar, þá eykst ham­ingj­an ekki við það að eign­ast fleiri krón­ur og aura, og það er mik­il­væg hug­mynd að ef við met­um ham­ingj­una sem far­sæld þá snýst far­sæld­in um þetta að hafa þetta mik­il­væga jafn­vægi í líf­inu á milli efna­hags­legra, sam­fé­lags­legra, um­hverf­is- og jafn­vel menn­ing­ar­legra þátta,“ sagði Katrín.

Að lok­um sagði Katrín ham­ingj­una vera mik­il­vægt lýðheilsu­mál og að hún ætli að njóta þess að vera ráðherra ham­ingj­unn­ar í dag.

Hér að neðan má fylgj­ast með málþing­inu í beinni. Dag­skrá­in hófst klukk­an 13 og lýk­ur klukk­an 16. Hér má skoða dag­skrána.  



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka