Kom Blikum fyrir

Guðmundur Þórðarson á glæstan feril og var tekinn inn í …
Guðmundur Þórðarson á glæstan feril og var tekinn inn í Frægðarhöll Breiðabliks fyrir þremur árum. mbl.is/Árni Sæberg

Blikinn Guðmundur Þórðarson, sem setið hefur sem varamaður eða aðalmaður í knattspyrnudómstóli KSÍ í 45 ár, tengist íslenskri knattspyrnu á margan hátt og hefur víða látið að sér kveða í íþróttinni.

Ungmennafélagið Breiðablik í Kópavogi var stofnað 12. febrúar 1950. Blikar fagna því 70 ára afmæli félagsins á næsta ári en Guðmundur byrjaði að æfa fótbolta hjá félaginu fyrir um 60 árum. „Sem polli ólst ég upp á Vallagerðisvellinum,“ rifjar hann upp. „Ég átti líka góð ár í 3. og 2. flokki í KR,“ bætir hann við.

Ferilskrá Guðmundar í íþróttum og einkum knattspyrnu er glæsileg. Hann lét til sín taka í handbolta, körfubolta og skák og 1967 varð hann meðal annars fyrsti skákmeistari Kópavogs. Sama ár var hann fyrsti íþróttafulltrúi bæjarins og snemma árs 1970 lék hann fyrsta A-landsleik sinn, fyrstur Kópavogsbúa. „Þá hafði ég aldrei leikið í efstu deild, sem ég held að sé einsdæmi,“ segir héraðsdómslögmaðurinn. Hann á markametið í meistaraflokki Breiðabliks með 92 mörk í 173 leikjum. „Það verður aldrei slegið því markahæstu strákarnir hverju sinni eru fljótlega seldir til útlanda.“

Sjá samtal við Guðmund Þórðarson í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert