Lítur fjarvistir alvarlegum augum

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fagnar þeim áhuga og umræðu …
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fagnar þeim áhuga og umræðu sem nú er um skólamál hér á landi. mbl.is/Hari

Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, lít­ur á það mjög al­var­leg­um aug­um að fjar­vist­ir barna úr skól­um komi niður á námi barna. Vís­ar hún þar til um­mæla skóla­stjórn­enda um að for­eldr­ar óski oft­ar eft­ir leyf­um fyr­ir börn sín frá skóla.

Niður­stöður könn­un­ar Vel­ferðar­vakt­ar­inn­ar um skóla­sókn í grunn­skól­um verður tek­in til um­fjöll­un­ar í stýri­hópi Stjórn­ar­ráðsins í mál­efn­um barna. Könn­un­in bend­ir til þess að um
þúsund grunn­skóla­nem­end­ur á Íslandi glími við skóla­forðun, eða 2,2% nem­enda. Könn­un­in var lögð fyr­ir skóla­stjóra í 172 grunn­skól­um lands­ins nú í janú­ar. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá mennta­málaráðuneyt­inu.

Sjá nán­ar hér

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra fagn­ar þeim áhuga og umræðu sem nú er um skóla­mál hér á landi og inn­taki þeirra til­lagna Vel­ferðar­vakt­ar­inn­ar sem fylgja niður­stöðunum.

„Mark­mið okk­ar er að styðja sem best við skóla­sam­fé­lagið og þar vilj­um við að öll­um líði vel og nái ár­angri. Sú áhersla er meðal ann­ars eitt leiðar­stefja nýrr­ar mennta­stefnu sem nú er í mót­un – ár­ang­ur nem­enda grund­vall­ast á áhuga þeirra og vellíðan. Skóla­forðun þarf að nálg­ast úr ólík­um átt­um og vinna gegn henni í nánu sam­starfi við skóla­sam­fé­lagið, sveit­ar­fé­lög­in og önn­ur ráðuneyti. Þar er vilji til góðra verka, enda hef­ur þessi rík­is­stjórn sett vel­ferðar­mál barna og ung­menna í for­gang,“ seg­ir Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, í frétta­til­kynn­ingu.

Niður­stöður könn­un­ar­inn­ar sem kynnt­ar voru ný­verið benda einnig til þess að leyf­isósk­um for­eldra vegna grunn­skóla­nema hér á landi hafi fjölgað um­tals­vert en rúm­ur helm­ing­ur skóla­stjórn­enda svar­ar því til að leyf­is­beiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum. Þá kem­ur fram að meiri­hluti skóla­stjórn­enda líti svo á að heim­ild­ir for­eldr­ar til að fá leyfi fyr­ir börn sín séu of rúm­ar.

„Ég lít það mjög al­var­leg­um aug­um að slík­ar fjar­vist­ir komi niður á námi nem­enda líkt og könn­un­in gef­ur vís­bend­ing­ar um. Að mínu mati þurf­um við að ræða þessa þróun og sam­fé­lagið í heild sinni þarf að taka hana til sín. Við þurf­um ákveðna viðhorfs­breyt­ingu gagn­vart mik­il­vægu hlut­verki skól­anna og hvernig við sem sam­fé­lag met­um mennt­un og störf kenn­ara að verðleik­um. Þar skipt­ir góð skóla­menn­ing lyk­il­máli og að gott sam­starf, traust og virðing sé milli heim­ila og skóla­sam­fé­lags­ins,“ seg­ir ráðherra enn frem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Þegar er haf­in vinna inn­an ráðuneyt­is­ins við að skoða kafla aðal­nám­skrár grunn­skóla þar sem fjallað er um und­anþágur frá skóla­vist. Hér á landi er skóla­skylda í grunn­skól­um sem hef­ur í för með sér að all­ar fjar­vist­ir frá námi eru und­anþágur. Skóla­stjórn­end­ur setja sín­ar regl­ur með hliðsjón af því, frí og ferðalög sem kalla á leyfi frá skóla­vist eiga að heyra til und­an­tekn­inga og þá er mik­il­vægt að nám­inu sé einnig sinnt af ábyrgð þegar barnið er tekið úr skóla.

„Við höf­um til skoðunar í ráðuneyt­inu hvort ein­hverj­ar leiðir séu fær­ar til þess að mæta þeirri ósk skóla­stjórn­enda að stjórn­völd setji skýr­ari viðmið um und­anþágur frá skóla­sókn og skyldu­námi. Þar horf­um við til dæm­is til ná­granna­landa okk­ar þar sem slík viðmið eru í mörg­um til­fell­um strang­ari en hér,“ seg­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra. „Mark­miðið er að nem­end­ur nái ár­angri í sínu námi. Sam­fé­lags­gerð okk­ar er flókn­ari en áður og það ger­ir kröfu á okk­ur öll um sveigj­an­leika og lausn­ir en þær verða alltaf að vera með hags­muni nem­end­anna að leiðarljósi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka