Á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig

mbl.is/Eggert

Það er á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig að meta hvort það geti krafist þess að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum.

Þetta segir Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnumarkaðsrétti.

„Meginreglan þegar kemur að aðild að verkalýðsfélögum er að jafnræðis sé gætt í hvívetna en þetta er eitthvað sem er algjörlega á vettvangi hvers stéttarfélags fyrir sig,“ segir Lára, spurð út í kröfur Eflingar sem finna má á heimasíðu félagsins.

Lára vitnar í aðra grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem fram kemur að félögin hafi forræði á einum málum. „Það er ekki hægt að vísa til þess að þetta sé brot á einhverjum landslögum eða slíku. Það eru engin lög sem ná yfir þetta, “ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert