Fall skorsteinsins séð úr lofti

Fjölmargir fylgdust með þegar skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féll í dag. Sprengingin var tilkomumikil og mbl.is var á staðnum og myndaði úr lofti.

Nærliggjandi götum var lokað í morgun vegna framkvæmdarinnar og rýmdi lögreglan m.a. öryggissvæði í 160 metra radíus frá skorsteininum.

Greint var frá því í desember, að Akra­nes­kaupstaður hefði skrifað und­ir samn­ing við fyr­ir­tækið Work North um niðurrif á skorsteininum og hljóðaði samkomulagið upp á 26 millj­ón­ir króna. Fyr­ir­tækið hafði einnig ann­ast niðurrif Sements­verk­smiðjunn­ar.  

Til stendur að reisa 368 íbúðir, auk verslunar- og þjónusturýmis á Sementsreinum svokallaða á næstu árum en reiturinn er 55 þúsund fermetrar.  

Áður en uppbyggingin hefst þarf að efla sjóvarnir og hækka Faxabraut sem liggur meðfram reitnum við sjóinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert