„Ég er ofsalega þakklát fyrir þessa samstöðu vina minna,“ sagði Zainab Safari, nemandi í 9. bekk Hagaskóla, eftir að fulltrúar réttindaráðs Hagaskóla afhentu formanni kærunefndar útlendingamála tvo undirskriftarlista sem mótmælti fyrirhugaðri brottvísun hennar.
Annar er frá nemendum skólans með um sex hundrað nöfnum og hinn listinn er rafrænn sem um tæplega sex þúsund manns höfðu skrifað nafn sitt.
Eftir að hafa afhent listann gengu nemendur í dómsmálaráðneytið og afhentu undirskriftarlistana og mótmæla fyrirætlunum stjórnvalda um að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Móðir hennar Shahnaz Safari og börnin hennar tvö verða að óbreyttu send aftur til Grikklands.