Hægja á uppbyggingunni

Borgartún 34-36. Fjárfestar hafa reynt að selja reitinn frá sér.
Borgartún 34-36. Fjárfestar hafa reynt að selja reitinn frá sér. Teikning/Atelier arkitektar

Fjárfestar hafa hægt á markaðssetningu nýrra íbúða í miðborg Reykjavíkur. Með því hafa þeir brugðist við óvissu í efnahagsmálum. Kjaramálin og erfið staða flugfélaganna vega þar þungt.

Hefur á þessu ári verið dregið úr vinnu við sum verkefnin og vinnutími iðnaðarmanna verið skertur. Áhrifin af þessari óvissu fóru að birtast í byrjun hausts. Hafði þá verið umræða um vanda WOW air.

Á óvissan þátt í að íbúðir á nokkrum þéttingarreitum í miðborginni fara í sölu síðar en gert var ráð fyrir. Má þar nefna Austurhöfn og Hafnartorg. Þá er uppbygging Vesturbugtar við Slippinn ekki hafin en tvö ár eru síðan borgin undirritaði samning um verkið. Fjármögnun er sögð ótryggð. Víða seljast nýjar íbúðir hægt. Nokkuð er síðan ákveðið var að hægja á uppbyggingu íbúða á svonefndum Blómavalsreit í Sigtúni. Fleiri reitir í jaðri miðborgarinnar gætu farið í biðstöðu.

Fjármögnunin erfið

Fjárfestar hafa til dæmis reynt að selja frá sér fyrirhugaða uppbyggingu 86 íbúða í Borgartúni 34-36. Aðgangur að fjármögnun hefur haft sitt að segja um þá ákvörðun.

Uppbygging íbúða og skrifstofuhúsnæðis á Kirkjusandi er hins vegar hafin og er áformað að hefja sölu íbúða á reitnum í vor eða sumar. Íslandssjóðir byggja upp reitinn.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, húsin verða í hæsta gæðaflokki. Óvissan í efnahagslífinu sé skaðleg sem birtist í neikvæðum áhrifum á eignamarkaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka