Miðja krapprar og djúprar lægðar er nú yfir Austfjörðum og er hún á leið til norðurs og síðar norðausturs.
Versta veðrið vegna þessarar lægðar nú síðdegis verður á svæðinu frá Tröllaskaga og austur á sunnanverða Austfirði, þar eru í gildi appelsínugular viðvaranir.
Í öðrum landshlutum verður veður yfirleitt skárra, þótt vissulega geti snjóað nokkuð, jafnvel talsvert á höfuðborgarsvæðinu síðdegis.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.