Sagður hafa rekið Eflingu af lóð hótelsins

Félagsmenn Eflingar með kröfuskilti.
Félagsmenn Eflingar með kröfuskilti. Ljósmynd/Facebook-síða Eflingar

Sólarhringsverkfall Eflingar og VR hófst á miðnætti í nótt. Stéttarfélagið Efling vekur athygli á því á Facebook-síðu sinni nú í morgun að Ingólfur Haraldsson hótelstjóri Hótel Nordica hafi rekið Eflingu og hótelstarfsfólk út af lóð hótelsins.

„Ingólfur hótelstjóri hefur rekið Eflingu og hótelstarfsfólk af lóðinni. En við erum hvergi bangin og örkum bara hringinn í kringum Hótel Nordica í staðinn!“ segir í færsunni og með eru birtar myndir af félagsmönnum með mótmælaskilti við fyrirtæki í grenndinni.

Verkfallsaðgerðir að þessu sinni taka til ríf­lega tvö þúsund fé­laga í VR og Efl­ing­u sem starfa á 40 hót­el­um og hjá hóp­bif­reiðafyr­ir­tækj­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert