Skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi verður felldur í dag og er hægt að fylgjast með aðgerðinni í beinni útsendingu.
Gert er ráð fyrir að fella mannvirkið í tveimur hlutum með nokkurra sekúndna millibili sá efri kemur til með að falla í suðaustur en neðri hlutinn fellur í suðvestur.
Áætlað hafði verið að fella strompinn í gær en því var seinkað þar til í dag.