Nokkuð bar á því að björgunarsveitir væru kallaðar út vegna óveðursins sem geisaði víða um landið í gær, einkum á Norður- og Austurlandi. Þá skall snarpur bylur á höfuðborgarsvæðinu um eftirmiðdaginn, en minna varð úr en spáð hafði verið.
Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg voru á milli 70 til 80 björgunarsveitarmenn að störfum í gær, og voru tilfellin talin í tugum. Gengu verkefnin hins flest frekar greiðlega miðað við veðrið.
Nokkuð var um að bílar væru fastir á vegum landsins og fóru björgunarsveitir á Norðurlandi til aðstoðar bílstjórum í Ljósavatnsskarði og við Húsavík, auk þess sem tveir bílar lentu í árekstri við Héðinsfjarðagöng.
Þá var nokkuð um fasta bíla á Þórshöfn og Dalvík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri var töluverður erill vegna veðursins, og skyggni slæmt. Loka þurfti vegum á Norðausturlandi og Austfjörðum vegna veðursins og voru vegirnir um Fagradal og Fjarðarheiði báðir lokaðir til morguns.