Þórdís Karlsdóttir úr félagsmiðstöðinni Bólinu í Mosfellsbæ fór með sigur af hólmi í Söngkeppni Samfés sem fram fór í dag, en þar flutti hún lagið Wicked Games eftir Chris Isaak með glæsibrag.
Þrjátíu bestu söngatriði félagsmiðstöðva landsins komu fram, en undankeppnir fóru fram í öllum landshlutum í undanfara SamFestingsins, árlegrar hátíðar Samfés.
Í dómnefnd söngkeppninnar þessu sinni sátu þau Dagur Sigurðsson, Ragna Björg Ársælsdóttir, Tara Sóley Mobee, Sylvia Erla Melsted og Nökkvi Fjalar Orrason.
Í öðru sæti lenti Þorsteinn Helgi Kristjánsson úr félagsmiðstöðinni Fjörheimum með lagið Dear Brother. Í þriðja sæti var Anna Fanney Kristinsdóttir frá félagsmiðstöðinni Laugó með lagið Wake Up Alone. Marta Karítas Ingibjartsdóttir frá félagsmiðstöðinni Hólmaseli fékk hvatningarverðlaun og Davíð Svanur Hafþórsson og Hjörtur Sigurðsson fluttu lagið Takk fyrir sem var valið besti frumsamdi texti keppninnar.