„Minnumst helfararinnar“

Miðjarðarhafið hefur orðið dánarstaður tíu þúsund flóttamanna á þremur árum.
Miðjarðarhafið hefur orðið dánarstaður tíu þúsund flóttamanna á þremur árum. AFP

Dauðahaf sam­tím­ans er Miðjarðar­hafið en um tíu þúsund manns á leið til lífs hafa drukknað þar á þrem­ur árum. Gæta þarf að því hvernig við töl­um um fólk sem er að leita þess að kom­ast í skjól, til lífs, seg­ir Morten Kjær­um, fram­kvæmda­stjóri Ra­oul Wal­len­berg-stofn­un­ar­inn­ar. Minn­umst helfar­ar­inn­ar og af­leiðinga þess að flokka fólk í ákveðna hópa; gyðinga, múslima, sígauna. 

Hat­ursorðræða hef­ur verið mikið í umræðunni síðustu miss­eri og ekki síst síðustu viku eft­ir hryðju­verka­árás­ina á Nýja-Sjálandi og vax­andi gyðinga­hat­ur í mörg­um ríkj­um Evr­ópu sem og Banda­ríkj­un­um. 

Hún snú­ist um hat­ur í garð minni­hluta­hópa. Hvort held­ur sem þeir eru gyðing­ar, sígaun­ar eða múslim­ar. Við flokk­um jafn­vel þá sem eru á flótta með orðum eins og flóttamaður, hæl­is­leit­andi, far­and­fólk í stað þess að tala um mann­eskj­ur sem þurfa á vernd að halda, seg­ir Kjær­um. 

Eitt af því sem heyr­ist æ oft­ar í heimalandi Kjær­um, Dan­mörku, og Svíþjóð, þar sem hann starfar, er aðlög­un inn­flytj­enda og að hún hafi mistek­ist í stað þess að horfa á það já­kvæða sem fylgi fjöl­breytni. Þetta þekki hann í starfi sínu víðs veg­ar um Evr­ópu und­an­far­in ár. 

Ég hef séð þúsund­ir og aft­ur þúsund­ir inn­flytj­enda af öll­um trú­ar­brögðum og með ólíkt litaraft gefa svo margt til þeirra sam­fé­laga þar sem þeir búa í Evr­ópu,“ seg­ir Kjær­um og tók sem dæmi ung­ar múslima­kon­ur í há­skóla­námi í Dan­mörku, Nor­egi, Bretlandi. Þær stundi þar nám með kyn­systr­um sín­um líkt og eðli­legt er. Hann gef­ur líka lítið fyr­ir upp­blásn­ar frá­sagn­ir af auk­inni glæpatíðni þar sem inn­flytj­end­ur búi í stað þess að frek­ar sé horft til fé­lags­legr­ar stöðu þeirra sem fremji glæpi. 

Andras Hamori og Morten Kjærum ásamt fjölskyldu Hamori.
Andras Hamori og Morten Kjær­um ásamt fjöl­skyldu Hamori. Árni Sæ­berg

Hat­ursorðræða sundri líkt og sjá megi í Póllandi þar sem gyðing­um fækk­ar stöðugt vegna hat­ursorðræðu í þeirra garð sem fái að blómstra óáreitt. Þetta snú­ist ekki bara um hat­ursorðræðu í garð gyðinga, múslima og sígauna held­ur hvernig hat­ur gegn minni­hluta­hóp­um er notað til þess að grafa und­an lýðræði inn­an ríkja eins og Ung­verja­lands í dag. Til að mynda með því að draga úr frelsi fjöl­miðla, dóm­stóla, aka­demí­unn­ar og svo mætti lengi telja. Þetta sjá­ist víðar í Evr­ópu um þess­ar mund­ir í formi þjóðern­ispo­púl­isma sem bein­ist gegn grund­vall­ar­atriðum lýðræðis­ins. Stjórn­skip­un­ar sem Evr­ópa hef­ur ára­tug­um sam­an reynt að verja til þess að koma í veg fyr­ir að íbú­ar álf­unn­ar þurfi ekki að upp­lifa að nýju hörm­ung­ar seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar fyr­ir rúm­um 70 árum.  

Kjær­um var meðal þeirra sem fluttu er­indi á há­deg­is­verðar­fundi á veg­um fé­lags- og barna­málaráðherra, Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar, og Transnati­onal Ice­land á föstu­dag. Þar deildi Andras Hamori sögu sinni  minn­ing­um barns um hel­för­ina. 

Líf Andras Hamori breytt­ist til fram­búðar vorið 1944 þegar Þjóðverj­ar réðust inn í Ung­verja­land. Sænski stjórn­ar­er­ind­rek­inn Ra­oul Wal­len­berg bjargaði lífi hans með því að af­henda föður hans sænskt vega­bréf en talið er að Wal­len­berg hafi bjargað lífi tugþúsunda gyðinga með þess­um hætti.

Audrey, dóttir Andras Hamori.
Au­d­rey, dótt­ir Andras Hamori. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Að sögn dótt­ur Andras Hamori, Au­d­rey, ólst hún upp í Bost­on í Banda­ríkj­un­um og vissi sem var að þau ættu sér öðru­vísi sögu en flest­ir ná­grann­ar þeirra. Faðir henn­ar var inn­flytj­andi frá Ung­verjalandi og móðir henn­ar frá Þýskalandi. Hún seg­ir að þau systkin­in hafi vitað hluta af sögu þeirra en ekki allt. Hvernig sult­ur var dag­legt brauð og bær­inn sem móðir þeirra ólst upp í var jafnaður við jörðu. Þar á meðal heim­ili henn­ar og fjöl­skyld­an hefði misst allt sitt.

Faðir þeirra hafi ekki treyst sér til þess að segja þeim frá af­drif­um sinn­ar fjöl­skyldu fyrr en þau voru kom­in á full­orðins­ár. Minn­ing­arn­ar voru of sár­ar til þess að geta talað um þær og hann sé ný­far­inn að geta tjáð sig op­in­ber­lega um þær en þess má geta að Andras Hamori hélt upp á 85 ára af­mælið hér á Íslandi um helg­ina ásamt af­kom­end­um sín­um og eig­in­konu, Lielu.

Andras Hamori seg­ir að þegar hann var að al­ast upp hafi fjöl­skyld­an búið við góð kjör en faðir hans var doktor í efna­verk­fræði og rak sitt eigið fyr­ir­tæki. Allt breytt­ist þegar þýski her­inn gerði inn­rás í Ung­verja­land í mars 1944. Öllum skól­um var lokað og heim­ur­inn sem hann þekkti hvarf og kom aldrei aft­ur.

Minning um helförina – skór sem urðu eftir á bakka …
Minn­ing um hel­för­ina – skór sem urðu eft­ir á bakka Dónár þegar eig­end­ur þeirra höfðu verið skotn­ir til bana. Wikipedia/​Ni­kodem Nijaki

Á aðeins nokkr­um vik­um voru rúm­lega 400 þúsund gyðing­ar flutt­ir á brott í út­rým­ing­ar- og þrælk­un­ar­búðir nas­ista, þar á meðal fjöl­skylda Andras. Fjöl­skyld­an var fyrst send í fanga­búðir í Búdapest og síðan sundrað. Andras og syst­ir hans, sem var fjór­um árum eldri en hann, voru send á sama stað, faðir þeirra í þrælk­un­ar­búðir en móðir hans og amma voru send­ar til Auschwitz auk fleiri ætt­ingja. 

Ra­oul Wal­len­berg starfaði í Búdapest á veg­um sænskra stjórn­valda og er talið að hann hafi bjargað lífi tuga þúsunda gyðinga í Ung­verjalandi. Wal­len­berg út­bjó sænsk vega­bréf og fór með þau í fanga­búðir gyðinga und­ir því yf­ir­skyni að kanna hvort þar væru sænsk­ir rík­is­borg­ar­ar fyr­ir mis­tök. Þar laumaði hann að gyðing­um sænsk­um vega­bréf­um og sagði þá sænska rík­is­borg­ara.

Kjær­um seg­ir að Wal­len­berg hafi jafn­vel farið inn í lest­ar­vagn­ana sem voru að fara frá Búdapest til Auschwitz og laumað sænsku vega­bréfi í vasa fólks. Hikaði síðan ekki við að segja að viðkom­andi væri sænsk­ur og bað fólk um að kíkja í vasa sinn hvort það væri ekki ör­ugg­lega með skil­rík­in þar.

Andras Hamori. Á bak við hann sést mynd af móður …
Andras Hamori. Á bak við hann sést mynd af móður hans. Hún lést í Auschwitz. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Andras Hamori dvaldi um tíma ásamt föður og syst­ur á griðastað á veg­um Wal­len­berg í Búdapest en alls voru 10 þúsund gyðing­ar hýst­ir í 32 hús­um á veg­um Sví­ans. Þessi hús nutu diplóma­tískr­ar friðhelgi en þau vissu sem var að þetta var aðeins tíma­bundið skjól. Syst­ir Andras var ásamt 21 gyðinga­stúlku tek­in hönd­um og þeim raðað upp við bakka Dónár. Þeim var gert að fara úr skón­um og síðan voru þær skotn­ar hver af ann­arri. Hún var 16 ára göm­ul.

Að sögn Morten Kjær­um voru gyðing­ar mjög oft tekn­ir af lífi við Dóná. Þeir bundn­ir þrír og þrír sam­an og síðan var sá sem var í miðjunni skot­inn og ýtt við hon­um. Það þýddi að all­ir þrír lentu í ánni þar sem hinir tveir drukknuðu en um leið spöruðust byssu­kúl­ur. Aðeins þurfti eina kúlu til að drepa þrjá.

Wal­len­berg og fé­lag­ar hans reyndu oft að ná fólki upp úr ís­kaldri ánni nokkru neðar og tókst að bjarga fjöl­mörg­um manns­líf­um á þann hátt þrátt fyr­ir hætt­una sem fylgdi því.

Á þess­um tíma var orðið erfitt um vik fyr­ir Þjóðverja að flytja gyðinga út úr Búdapest þar sem Rúss­ar sátu um borg­ina. Því var nauðsyn­legt að drepa þá inn­an borg­ar­inn­ar, ekki í gas­klef­um eða með þrælk­un­ar­vinnu.

Þrot­lausri bar­áttu Wal­len­berg við að bjarga manns­líf­um lauk með því að hann var hand­tek­inn af Sov­ét­mönn­um og vænt­an­lega tek­inn af lífi í Lubyanka-fang­els­inu árið 1947. Móðir hans og stjúp­faðir sviptu sig bæði lífi árið 1979, buguð af óviss­unni um af­drif son­ar síns en hálf­syst­ir hans er á lífi.

París árið 2019.
Par­ís árið 2019. AFP

Skilaði Kjær­um kær­um kveðjum frá henni á fund­in­um á föstu­dag til Andras Hamori og bauð hon­um að koma í heim­sókn til sín í Stokk­hólmi en helst sem fyrst því hún er orðin 98 ára göm­ul.

Árið 1991 fyr­ir­skipuðu stjórn­völd í Rússlandi rann­sókn á af­drif­um Wal­len­bergs. Niðurstaða henn­ar var sú að hann hefði verið tek­inn af lífi í Lubyanka-fang­els­inu árið 1947. Hvorki kom fram hvers vegna hann var líf­lát­inn né hvers vegna yf­ir­völd í Sov­ét­ríkj­un­um lugu til um til­drög dauða hans. Al­mennt er álitið að þessi skýr­ing sé rétt. Það breyt­ir ekki því að fjöl­mörg vitni töldu sig hafa rek­ist á Wal­len­berg í sov­ésk­um fang­els­um all­ar göt­ur fram til árs­ins 1987. Það er óstaðfest.

Hamori á enn skjöl­in frá Ra­oul Wal­len­berg, bréf frá syst­ur hans og bréf frá vini sem var með móður hans og ömmu í Auschwitz. Þar lét­ust þær báðar. Móðir hans var 48 ára göm­ul. Að sögn Hamori er enn of sárt fyr­ir hann að lesa þessi bréf, því fékk hann eig­in­konu sína, Lielu, til þess að lesa bréf­in fyr­ir gesti í Iðnó. Síðustu kveðjur syst­ur hans og móður til fjöl­skyld­unn­ar.

Andras Hamori lauk meist­ara­námi í raf­magns­verk­fræði í Búdapest árið 1955 en eft­ir seinni heims­styrj­öld­ina var Ung­verja­land und­ir stjórn Sov­ét­ríkj­anna og árið 1949 var það gert að komm­ún­ísku ein­ræðis­ríki und­ir stjórn Mátyás Rá­kosi og Komm­ún­ista­flokks Ung­verja­lands.

Í októ­ber 1956 hóf­ust mót­mæli stúd­enta í Búdapest og mörkuðu upp­haf ung­versku upp­reisn­ar­inn­ar. Andras Hamori var einn þeirra sem tók þátt í mót­mæl­un­um þar sem ör­ygg­is­lög­regl­an skaut á unga fólkið. Andras Hamori tókst að forða sér úr landi en hann fór fót­gang­andi yfir landa­mæri Aust­ur­rík­is og komst þaðan til Banda­ríkj­anna þar sem hann fékk hæli og hef­ur alla tíð búið þar síðan. 

AFP

Morten Kjær­um seg­ir mik­il­vægt að halda sög­um sem þess­um til haga. Að gleyma ekki og tryggja að þetta ger­ist aldrei aft­ur. Að ungt fólk um alla Evr­ópu þekki sög­una og læri af henni. Ekki sé öll­um gefið að bregðast rétt við líkt og Wal­len­berg gerði í Búdapest á sín­um tíma. Það voru ekki bara liðsmenn SS-sveita Hitlers sem tóku þátt í glæp­um gegn mann­kyn­inu sem framd­ir voru í Ung­verjalandi í seinni heims­styrj­öld­inni því Ung­verj­ar sjálf­ir áttu senni­lega mest­an heiður­inn í að segja til þeirra minni­hluta­hópa sem þóttu rétt­dræp­ir á þess­um tíma og um leið að drepa þá. 

AFP

Kjær­um seg­ir að á fimmtu­dag­inn hafi hann verið minnt­ur óþyrmi­lega á grimmd­ar­verk í garð minni­hluta­hópa á fundi mann­rétt­indaráðs Sam­einuðu þjóðanna í Genf. Þar flutti Andrew Gilmour, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri mann­rétt­inda­skrif­stofu Sam­einuðu þjóðanna, ávarp en hann var ný­verið í Líb­ýu.

Gilmour greindi frá viðtöl­um við flótta­fólk sem hef­ur verið bjargað úr fanga­búðum í Líb­ýu. Allt þetta fólk hafi sömu sögu að segja: Öllum: kon­um, körl­um, drengj­um, stúlk­um, hafi verið nauðgað. Mörg­um ít­rekað og þau pyntuð. Með raf­magni og jafn­vel sím­um. Því þau voru neydd til þess að hringja í fjöl­skyld­ur sín­ar sem þurftu að hlýða á sárs­auka­vein ást­vina sinna og ætt­ingj­um þeirra sagt að pynt­ing­arn­ar myndu halda áfram þangað til lausn­ar­gjald yrði greitt.

„Þetta er árið 2019,“ sagði Kjær­um á fund­in­um í Iðnó og minnti á sam­starfs­samn­inga ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins við Líb­ýu og Tyrk­land um end­ur­send­ing­ar flótta­fólks þangað gegn greiðslu. 

Kjær­um seg­ir að á sama tíma og efna­hags­lega hafi Evr­ópu­bú­ar senni­lega aldrei haft það jafn gott og nú. Samt sem áður lít­um við und­an og björg­um ekki drukkn­andi fólki vegna póli­tískra ákv­arðana þrátt fyr­ir grun­vall­ar­rétt hverr­ar mann­eskju til lífs. „Við sýn­um ekki sanna sam­stöðu með öðru fólki held­ur lít­um und­an.“

Með samn­ingi Evr­ópu­sam­bands­ins við Tyrki vissu evr­ópsk­ir stjórn­mála­menn að þeir væru að færa tyrk­nesk­um yf­ir­völd­um síðasta múr­stein­inn sem á vantaði til að loka landa­mær­um lands­ins við Sýr­land, seg­ir Kjær­um.

„Hvað ætli marg­ir hafi dáið á þess­um landa­mær­um?“ spyr Kjær­um og bæt­ir við „mannúð snýst um að bjarga manns­líf­um. Samt sem áður er mannúðarsam­tök­um eins og Lækn­um án landa­mæra bannað að bjarga fólki frá drukkn­un á Miðjarðar­hafi. Hvað með ef Aust­ur­ríki hefði lokað landa­mær­um sín­um við Ung­verja­land árið 1956 þegar Andras fór yfir þau? Hvað með þá sem flúðu Bosn­íu yfir til Króa­tíu þar sem þeim var meinað að halda áfram för sinni. Við mun­um öll Srebr­enica,“ seg­ir Kjær­um.

AFP

Vand­inn sem við búum við í dag er kom­inn til vegna aðgerðal­eys­is gær­dags­ins. Aðgerðal­eysi okk­ar í dag mun valda krís­um morg­undags­ins og þannig viðhöld­um við mynstri sem verður ekki rofið nema með aðgerðum stjórn­mála­manna. Árum sam­an var þeim tjáð að það yrði að gera eitt­hvað í til að mynda Tyrklandi þar sem fólk þjá­ist,“ sagði Kjær­um og vitnaði í minn­is­bæk­ur sín­ar frá Evr­ópuþing­inu þar sem hann hafi skrifað aft­ur og aft­ur „þögn“. Jafn­vel eft­ir að António Guter­res, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Flótta­mannaaðstoðar Sam­einuðu þjóðanna (UN­HCR) og nú fram­kvæmda­stjóri SÞ, hafði flutt þrum­andi ræður yfir þing­mönn­um um æp­andi aðgerðal­eysi þeirra. „Eng­inn sagði orð, ekki orð,“ seg­ir Kjær­um, „og fram­haldið þekkj­um við öll. Fólk á flótta streymdi til Evr­ópu og við sáum hverj­ar af­leiðing­ar aðgerðal­eys­is eru.“

Gestir á fundinum í Iðnó.
Gest­ir á fund­in­um í Iðnó. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Kjær­um er dansk­ur lög­fræðing­ur og áður en hann tók við stjórn mannúðar­stofn­un­ar Wal­len­berg í Svíþjóð var hann fram­kvæmda­stjóri Evr­ópu­stofn­un­ar grund­vall­ar­mann­rétt­inda (e. Europe­an Uni­on Agency for Funda­mental Rights, FRA) í Vín.

Stofn­un­inni var komið á fót árið 2007 til að veita helstu stofn­un­um ESB og aðild­ar­ríkj­um þess ráðgjöf og sér­fræðiálit um grund­vall­ar­mann­rétt­indi við fram­kvæmd reglna og laga sam­bands­ins og get­ur hún því ein­ung­is unnið að mál­um sem heyra und­ir verka­hring Evr­ópu­sam­bands­ins. Þau mál sem stofn­un­in fjall­ar hvað mest um varða mis­mun­un, aðgang að rétt­látri málsmeðferð, kynþátta­for­dóma og út­lend­inga­hat­ur, gagna­vernd, rétt­indi fórn­ar­lamba glæpa og rétt­indi barna. Hann er einnig fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Mann­rétt­inda­stofn­un­ar Dan­merk­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka