„Okkur er öllum brugðið“

Frá æfingu hjá Landhelgisgæslunni.
Frá æfingu hjá Landhelgisgæslunni. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er eitt­hvað sem all­ir sem koma að þess­um mál­um á Norður-Atlants­hafi hafa haft áhyggj­ur af og Norðmenn fá þetta kannski fyrst­ir og ég held að okk­ur sé öll­um brugðið sem höf­um með þessa hluti að gera,“ svar­ar Ásgrím­ur L. Ásgríms­son, fram­kvæmda­stjóri aðgerðasviðs Land­helg­is­gæsl­unn­ar, þegar mbl.is spyr hvort ástæða sé til þess að hafa áhyggj­ur af sam­bæri­leg­um at­b­urði við Ísland og í til­felli Vik­ing Sky.

Björgunarsveitir hafa unnið að því í allan dag að flytja …
Björg­un­ar­sveit­ir hafa unnið að því í all­an dag að flytja farþega úr skemmti­ferðaskip­inu Vik­ing Sky, sem lenti í vanda við Nor­egs­strönd í gær, í land með þyrl­um. AFP

„Það er al­veg ljóst að við búum ekki jafn vel og Norðmenn með þyrl­ur, það eru bara þrjár þyrl­ur hér hjá Land­helg­is­gæsl­unni,“ seg­ir Ásgrím­ur.

Fimm þyrlu­áhafn­ir unnu hörðum hönd­um í nótt við að koma 1.300 farþegum Vik­ing Sky frá borði við erfiðar aðstæður og var hætta á að skipið strandaði. Sam­kvæmt áætl­un var fyr­ir­hugað að skipið kæmi tvisvar til Íslands í sum­ar.

Skoða viðbragðsáætlan­ir

Ásgrím­ur seg­ir fulla ástæðu til þess að fara yfir aðgerðaáætlan­ir vegna til­viks­ins. „Þetta verður lík­lega til þess að aðilar setj­ist niður og fari vel yfir áætlan­ir um það hvernig við ætl­um að standa að þessu.“

Und­ir þau orð tek­ur Gísli Gísla­son, hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna, í sam­tali við mbl.is. „Það er til viðbragðsáætl­un og við höf­um tekið þátt í æf­ing­um. Það er hins veg­ar al­veg ljóst að þegar svona kem­ur upp í vondu veðri eins og í Nor­egi er mjög mik­il­vægt að menn rýni svona at­vik.“

Hann tel­ur eng­an vafa vera á að al­manna­varna­nefnd skoði þetta til­vik. Gísli bend­ir á að flest skip sem koma hingað til lands komi að sumri, en vissu­lega geta komið upp al­var­leg til­vik óháð veðri.

Staðsetn­ing­in gæti hafa verið verri

Ásgrím­ur seg­ir að við vest­ur­strönd Nor­egs séu björg­un­ar­innviðir mjög um­fangs­mikl­ir meðal ann­ars vegna þjón­ustu við olíu­bor­palla og hægt væri að biðja um aðstoð þyrlu sem sinnti slíkri starf­semi. „Þannig að þessu er bara ekki sam­an að líkja, miðað við þessa staðsetn­ingu í Nor­egi og það sem við höf­um hér.“

Má segja að um heppni sé að ræða að vanda­mál Vik­ing Sky hafi komið upp á þess­um til­tekna stað, en ekki á svæði þar sem björg­un­ar­innviðir eru veik­ari, að sögn Ásgríms.

Ásgrímur L. Ásgrímsson.
Ásgrím­ur L. Ásgríms­son.

Þörf á fleiri varðskip­um

Hér á landi hafa verið til taks fimm þyrl­ur þegar mest var, en nú eru þær þrjár. „Við náum aldrei meira en þrem­ur í besta falli,“ seg­ir Ásgrím­ur.

Þá seg­ir hann Land­helg­is­gæsl­una hafa bent á mik­il­vægi þess að vera með skip af sama toga og Þór „sem hugs­an­lega get­ur verið fljótt á svæðið ef það er rétt staðsett og haldið svona skip­um frá landi ef vél­ar­bil­un kem­ur upp“.

Jafn­framt sé ekki nóg að hafa eitt skip held­ur fleiri, að sögn Ásgríms sem bend­ir á að fleiri koma að björg­un­araðgerðum. Jafn­vel önn­ur skip og bát­ar sem geta aðstoðað við að koma fólki frá borði, „ef það er mögu­leiki“.

Varðskipið Þór.
Varðskipið Þór. mbl.is/Þ​or­steinn
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka